Hvað er Mr. T að væla. Við sögðum frá því í frétt hér um daginn að Mr. T þætti nýja A-Team myndin ekki nógu fjölskylduvæn, og sagði að A-Team þættirnir gömlu hefðu verið svo fallegir og fjölskylduvænir.
Eins og sést í vídeóinu hér að neðan var karakter Mr. T í myndinni, B.A. Baracus, ekkert lamb að leika sér við og hinn mesti strigakjaftur, þannig að spurningin er hvort að Mr. T hafi full rósrauðar minningar um þættina.

