Hlustaðu á tónlistina úr Svarta svaninum

Fyrir þá notendur kvikmyndir.is sem eru sérlegir áhugamenn um listdans, og þá sérstaklega fyrir aðdáendur tónskáldsins Clint Mansell, þá getið þið hlustað hér að neðan, löglega, á alla tónlistina úr myndinni The Black Swan, sem gagnrýnendur hafa lofað, og spáð er góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Myndin segir frá ballerínunni Ninu, sem leikin er af Natalie Portman, sem á í samkeppni innan ballettsins þar sem hún starfar, um aðalhlutverkið í Svanavatninu. Í myndinni leikur einnig Mila Kunis og Winona Ryder m.a. Góða skemmtun!