Dansaði Natalie Portman í raun í Black Swan?

Natalie Portman vakti heldur betur athygli með leik sínum í Black Swan. Hún vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem ballerínan Nina og var henni hrósað sérstaklega fyrir dansinn. En nú hefur Sarah Lane, dansari sem vann við Black Swan, lýst því yfir að Óskarsverðlaunaða leikkonan hafi lítið sem ekkert dansað í raun og veru.

„Í þeim skotum sem sést í allan líkamann eru rúmlega 5% Natalie. Restin er ég.“Skotin þar sem sést í andlit hennar og hendur, það er hún. En þau skot sýna ekki dansinn.“

Lane segist ósátt með að hafa verið titluð handamódel og áhættuleikari. Í kvikmyndinni The Social Network var andlit leikarans Armie Hammer grætt á líkama fyrirsætunnar Josh Pence með hjálp tæknibrellna svo hann gæti leikið báða Winklevoss-tvíburana, en sama tækni var notuð við Black Swan að sögn Lane. Í kreditlista The Social Network kom fram að Pence lék Tyler Winklevoss, sem hlýtur að teljast hæfilegra en að vera titlaðu áhættuleikari.

„Framleiðendur myndarinnar vildu láta fólk halda að Natalie væri einvers konar undrabarn sem lærði að dansa ballet fullkomlega á einu og hálfu ári. Það er móðgun við fagið og bara gert til að næla í Óskarsverðlaun.“ sagði Lane. „Ég er búin að stunda þessa list í 22 ár og frá sjónarmiði atvinnudansara lítur Natalie alls ekki út fyrir að vera ballerína. Hún getur ekki dansað í skónnum og hún er mjög stíf.“