Portman er með byssu – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan er komin út fyrir Natalie Portman vestrann Jane Got a Gun, eða Jane er með byssu í lauslegri þýðingu, eftir Warrior leikstjórann Gavin O´Connor.

Myndin lenti í nokkrum hremmingum í framleiðsluferlinu. Skipt var um leikstjóra, leikararnir Michael Fassbender og Jude Law hættu báðir við þátttöku, og ýmsar aðrar tafir og truflanir urðu. Nú er hinsvegar útlit fyrir að myndin sé loksins á leið í bíó.

natalie

Auk Portman leikur í myndinni Ewan McGregor, en hann er í hlutverki illmennis sem er á hælunum á eiginmanni Portman í myndinni, Jane, en hún leitar síðan til fyrrum unnusta síns eftir hjálp við að berja á útlagagenginu sem McGregor stjórnar.

Noah Emmerich, Boyd Holbrook og Rodrigo Santoro fara einnig með hlutverk í myndinni.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Jane Got a Gun verður frumsýnd í Frakklandi 25. nóvember nk. og í febrúar nk.  í Bandaríkjunum. Frumsýningardagur á Íslandi hefur ekki verið ákveðinn.

jane_got_a_gun_poster-620x842