Her-grín hjá Wilson

Private Benjamin, hín sígilda Goldie Hawn her-gamanmynd frá 1980,  verður endurgerð innan skamms.

rebel wilson

Rebel Wilson mun fara með aðalhlutverkið, hlutverkið sem Hawn lék í upprunalegu myndinni. Í nýju myndinni verður þó aðeins breytt út frá upprunalegu myndinni, og aðalpersónan er nú orðin menningarsnauður sveitamaður ( redneck ), sem flýr leiðinlegt líf sitt og gengur í herinn. Variety greinir frá þessu.

Hawn  var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni, en myndin var sprenghlægileg saga um manneskju sem lendir í algjörlega nýjum aðstæðum þegar hún er plötuð til að ganga í bandaríska herinn, eftir að eiginmaður hennar fellur frá á brúðkaupsnóttinni þeirra.

Wilson, 28 ára gömul, lék aðalhlutverkið í dans- og söngvamyndinni Pitch Perfect, og leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum Super Fun Night á ABC sjónvarpsstöðinni.

Með Wilson í hernum, verður auðug borgarstelpa, sem vill einnig umbreyta lífi sínu.

Hin ástralska Wilson mun á næstunni einnig leika í Pitch Perfect 2.