Hart er Súkkulaðidropi – Gefur út sína fyrstu plötu

Gamanleikarinn Kevin Hart hefur gert samning við Motown Records útgáfufyrirtækið um útgáfu á hljómplötu hliðarsjálfs Hart, Chocolate Droppa, eða Súkkulaðidropi, í lauslegri þýðingu.

Þessi fyrsta hljómplata Hart mun koma út nú í haust, samkvæmt Billboard, sem sagði fyrst frá málinu.

Engar frekari upplýsingar um plötuna liggja fyrir.

Leikarinn staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum fyrir helgi.

kevin hart

Í myndbandi, sem sjá má hér að neðan, sést hann rappa af miklu listfengi, og segist þar ætla að rassskella ýmsa fræga rappara eins og Drake, Future, Jay Z og 2 Chainz.

Sjáðu Hart, eða öllu heldur Chocolate Droppa, með því að smella hér.