Guardians of the Galaxy flugu beint á toppinn

Eftir fjögurra vikna sigurgöngu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þurfti The Super Mario Bros. Movie loks að lúta í gras fyrir nýrri toppmynd, Marvel ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy Vol. 3. Tekjur Guardians námu um 13 milljónum króna um síðustu helgi á meðan Mario bræður öfluðu 2,4 milljóna króna í tekjur.

Þriðja vinsælasta mynd landsins er svo hrollvekjan Evil Dead Rise, sem fellur um eitt sæti á listanum milli vikna.

Nóg um að vera

Tuttugu og fjórar myndir eru á listanum en að auki er norræn kvikmyndahátíð í gangi í Háskólabíói. Það er því nóg um að vera í íslenskum bíóhúsum um þessar mundir.