Getraun: The Social Network – bíómiðar og bolir!

Ef þú ert kvikmyndaáhugamaður og hefur ekki enn borið augum á nýjustu mynd Davids Fincher, þá vona ég að þú sért með góða afsökun því ef þú missir af henni á meðan sýningum stendur ertu að láta algjöran gimstein framhjá þér fara. Kvikmyndir.is forsýndi þessa mynd þann 30. september s.l. og voru viðtökurnar eftirá alveg dásamlegar.

Til þess að halda áfram að smala ykkur í bíó ætla ég að gefa núna almenna boðsmiða á myndina (2 stk. á mann), og til að „spæsa“ aðeins upp á getraunina mun ég einnig bjóða upp á boli – SLATTA af þeim.

Ég krefst ekki mikils af ykkur í þetta sinn. Þið þurfið einungis að senda á mig tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) með fullu nafni og ég dreg síðan nöfn af handahófi á miðnætti í kvöld. Ég svara vinningshöfum og spyr um bolastærð og læt vita hvernig best skal nálgast miðana svo þið getið skellt ykkur á þessa mynd sem fyrst, eða skellt ykkur á hana aftur, ef um slíkt tilfelli er að ræða.

Gangi ykkur vel!

T.V.