Getraun: Scott Pilgrim vs. the World

Kvikmyndir.is notendur ættu klárlega að kannast við eina af frumsýndu myndum vikunnar, Scott Pilgrim vs. the World, en við tókum einmitt alveg sturlaða forsýningu á henni fyrr í þessum mánuði. Myndin hefur kannski ekki beint verið að mala gull í miðasölu vestanhafs (ég finn lykt af „költ“ mynd) en umtalið hefur aftur á móti verið mjög svo jákvætt og þar á meðal frá notendum þessarar síðu. En meira um það eftir smá.

Myndin – fyrir þá sem ekki enn vita – fjallar um Scott Pilgrim (Michael Cera), sem er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur. Vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott talsverðum vandræðum, 7 fyrrverandi kærastar sem ætla að drepa hann. Nú verður Scott að losa sig við þá alla til að geta verið með Ramonu sinni.

Hérna er brot af því sem Kvikmyndir.is menn hafa sagt um myndina:

10/10
„Í fyrsta lagi, myndin er AWESOME! Tónlistin er geeeðveik! Brandarnir eru geðveikir og stemningin í salnum (sem kemur sjálfri myndinni semi við) var sjúk. Ég þakka fyrir mig!“ – Heimir Bjarnason

9/10
„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig myndin er… horfðu sjálfur á myndina, ég veit að mig dauðlangar til að sjá hana aftur.“ – Sigurjón Ingi Hilmarsson

9/10
„Þetta er æðislega góð mynd sem er eins full af svölum hasar og hún er af húmori“ – Vilhelm Þór Neto

„Myndin var fkn geðveik“ – Haukur Óskar Þorgeirsson

„Klikkaðasta og skemmtilegasta(ásamt kick ass) mynd ársins.“ – Tómas Gauti

„Æðisleg mynd!“ – Stefán Pettersson

„Ég var algjörlega í sjokki þegar myndin byrjaði. Mér datt ekki í hug að hún væri svona roosalega súr. Hins vegar fannst mér það bara jákvætt, þetta var eitthvað virkilega nýtt og ferskt. Líka alveg rosalega fyndin og skemmtileg. Btw, grænmetisætu-dæmið var eitt það fyndnasta sem ég hef séð. “ – Kolbeinn Ari Hauksson

„Frábær og frumleg mynd! skemmti mér konunglega“ – Gabríel Jóhann Andrésson

„hún var snilld djöfull bjóst ég ekki við hve awesome og óvænt seinni helmingurinn af matthew patel bardagunum var. það var það eftirminnilegasta“ – Aron Karl Hauksson

Annars ætla ég að gefa ýmsum heppnum notendum tvo almenna frímiða þar sem þessi vefur gengur m.a. á það að kynna einungis myndir sem eitthvað er varið í og þar að auki viljum við klárlega styðja svona frumlegheit og spreða smá góðvild.

Ef þig langar að eiga séns á frímiðum þá máttu senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hver þín uppáhalds bíómynd er sem byggð er á myndasögu(m) og hvers vegna. Ég dreg síðan svör af handahófi kl. 18:00 í dag og vonandi ferð þú ásamt gesti frítt í bíó í boði hússins.

Gangi ykkur vel, og góða skemmtun!

T.V.