Getraun: Predators

Ef þú hefur áhuga að sjá myndina Predators frítt í boði Kvikmyndir.is og Senu þá þarftu ekki að leita lengra. Myndin er einmitt frumsýnd í dag og í tilefni af því ætla ég að vera með létta getraun svo notendur geti unnið sér inn tvo almenna boðsmiða, eða a.m.k. átt möguleikann á því.

Predators er ekki eitthvað sem þarf á mikilli kynningu að halda. Myndin er sjálfstætt framhald hinna myndanna (AvP 1 og 2 ekki taldar með!!) og er það sjálfur Robert Rodriguez sem framleiðir. Með helstu hlutverk fara Adrien Brody, Alice Braga, Danny Trejo, Laurence Fishburne og Topher Grace.

Svarið eftirfarandi spurningu og mailið á mig (tommi@kvikmyndir.is). Ég mun svo hafa samband við vinningshafa kl. 18:00 í dag (cirka) og þeir fara beint á lista í bíó að eigin vali. Myndin er sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

En spurningin er þessi:

Fyrir hvaða 2002-mynd vann Adrien Brody Óskarinn?

Sjáumst svo vonandi í bíó.

T.V.