Getraun: NINE


Í dag kemur söngva- og dansmyndin NINE út á DVD. Sú mynd fjallar um Guido Contini, heimsfrægan kvikmyndaleikstjóra sem horfist í augu við miðaldurs-kreppuna ógurlegu. Bæði einkalíf hans og listrænir hæfileikar líða fyrir persónulegar flækjur hans og hann verður að gera upp málin við konurnar í lífi sínu, sem eru nokkuð margar. Þær telja eiginkonu, hjákonu, listagyðju, trúnaðarvin og búningahönnuð, tískublaðakonu, vændiskonu frá unglingsárunum og sjálfa móður hans. Risastórt leikaralið einkennir myndina, en með helstu hlutverk fara Daniel Day-Lewis, Marion Cotillard (sem ég er dálítið skotinn í), Penélope Cruz, Judi Dench, Kate Hudson, Nicole Kidman og Sophia Loren. Myndinni er leikstýrt af Rob Marshall, sem gerði Óskarsmyndina Chicago.

Ef þig langar að eiga séns á því að vinna þér inn DVD eintak af þessari mynd þá þarftu að svara nokkrum spurningum hér fyrir neðan. Sem fyrr þá sendast svör á tommi@kvikmyndir.is. Ég dreg síðan úr réttum svörum og svara vinningshöfum tilbaka í kringum miðnætti í kvöld. Leikurinn stendur semsagt yfir allan fimmtudaginn.

Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Hvað hét persóna Day-Lewis í Gangs of New York?

2. Hvaða drama frá árinu 2005 leikstýrði Rob Marshall með Ken Watanabe í einu aðalhlutverkinu?

3. Hvað heitir þessi teiknimynd?

Gangi ykkur vel.

T.V.