Um helgina var Legend of the Guardians frumsýnd í Sambíóunum, og Kvikmyndir.is-menn hvetja notendur eindregið til að kynna sér þessa nýjustu sjónrænu fullnægingu Zacks Snyder, ef ekki bara til að sjá hversu unaðsleg þrívíddin er.
Ég hef nokkra miða á þessa mynd í höndum mínum og ef þig langar að næla þér í þá (eða a.m.k. eiga séns á því), þá máttu senda mér tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og segja mér hvaða fuglapersóna í kvikmynd þér þykir eftirminnilegust. Súr spurning ég veit, og óneitanlega einhver sem krefst smá hugsunar, en það er líka hálft gamanið hvort sem er. Hlakka til að sjá hvað þið segið 😉
Dregið verður úr þessum leik á þriðjudagsmorguninn og vinningshafar munu geta sótt miðana sína samdægurs.
Gangi ykkur vel.
T.V.


