Á morgun lendir partýmyndin Get Him to the Greek í búðir á DVD, og Kvikmyndir.is menn sjá það sem kjörið tækifæri til að spreða nokkrum diskum á ástkæru notendur sína. Fyrir þá sem ekki vita (og lifðu þ.a.l. undir steini í sumar) þá er þetta sjálfstætt framhald myndarinnar Forgetting Sarah Marshall (orðið „spin-off“ kemur meira til greina en framhald þó) sem fjallar um villidýrið Aldous Snow (Russell Brand) og það erfiða verkefni að koma honum frá einum stað til annars. Myndin fékk mjög fína aðsókn í sumar og trausta dóma. Sumir hafa jafnvel kallað hana fyndnustu mynd ársins hingað til.
Eins og kom fram hér að ofan þá er ég að bjóða upp á DVD eintök af myndinni, og þú getur átt möguleika á að vinna eitt stykki með því að taka þátt í örsttum leik sem þið sjáið hér fyrir neðan. Þið sendið svo að venju svörin á tommi@kvikmyndir.is og þeir heppnu fá senda tilkynningu frá mér á föstudaginn í kringum hádegið.
Hefst svo leikurinn:
1. Hvað heitir leikarinn sem hér sést í fæðingargallanum?
2. Hver skrifaði handritið að Forgetting Sarah Marshall?
3. Þessi skutla lék mikilvægt hlutverk í Sarah Marshall. Hvað heitir hún?
4. Leikarinn sem var með leiðindi við John Cusack í myndinni Con Air leikur pabba Aldous Snow í Get Him to the Greek. Megið endilega segja mér hvað hann heitir.
5. Hvenær var Get Him to the Greek frumsýnd á Íslandi?
T.V.
Kannski ég ljúki þessum leik á þessu gullna lagi eftir Infant Sorrow:






