Gerir sína fyrstu mynd og sína síðustu

Leikritaskáldið og fyrrum forseti Tékklands, Vaclav Havel, vinnur nú að sinni fyrstu bíómynd, sem hann segir að verði jafnframt hans síðasta.
Talsmaður Havels Ivana Reichlova, segir að forsetinn fyrrverandi sé búinn að taka upp staðbundin atriði fyrir myndina. Myndin er kvikmyndaútgáfa af leikriti Havels Leaving, sem var sett á svið fyrir tveimur árum síðan. Eiginkona Havels, Dagmar, leikur aðalkvenhlutverkið.
Dagblaðið Mlada Fronta Dnes hafði það eftir Havel að myndin yrði líklega hans síðasta.