Náðu í appið
Gagnrýni eftir:From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég heyrði að þeir kapparnir í Nexus hefðu neitað að forsýna þessa mynd vegna þess hve mikil eyðilegging hún er á myndasögu Alans Moores. Þeir sem hafa lesið þessa líka frábæru myndasögubók ættu aldeilis að taka í taumana og berja leikstjóra þesara myndar rækilega í klessu fyrir að hafa móðgað alla aðdáendur Alan Moores, hvenær síðan hafði kvikmyndagerðarfólk leyfi til að kaupa rándýran höfundarrétt af einhverju skáldverki og gera síðan einhverja heimskulega sögu og kalla hana From Hell? Eftir að ég sá þessa mynd áttaði ég mig alveg á því að þeir Nexus-menn höfðu rétt fyrir sér með að vera ekkert að sýna þetta. E.t.v. er myndin samt ágæt ef maður hefur ekki lesið myndasöguna og hefur bara kynnt sér kviðristu-Kobba sjálfan en fólk sem hefur líka áhuga á honum gæti orðið fyrir vonbrigðum með myndina því hún tekur sér alltof mikið höfundarleyfi á öllu saman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er með Bee Gees og byggir á frægri plötu með bítlunum. Myndin var á sínum tíma talin með verri myndum sögunnar og það er sko rétt. Ímyndið ykkur að öllum bítlalögunum sé komið saman í kássu sem er í raun ekkert nema tveggja tíma auglýsing fyrir McDonalds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er farin að hallast að því að Tom Greene hafi verið að reyna að fá the Razzies fyrir þessa líka hræðilegu mynd. Ef það væri hægt að gefa bíómyndum minna en fýlukall :( myndi þessi fá það.

Til þess að rökstyðja mál mitt en betur að þessi mynd einfaldlegi sjúgi ætla ég að koma með nokkrar vísbendingar.


Þessi mynd hefur að geyma firna mikið af dýraklámi og öðru ógeðslegu og meðal annars er sena þar sem Freddyheldur á barni á naflasterngnum og sveiflar því. Þegar ég sá myndina fyrst þá hélt ég fyrir augun allan tíman í þeirri senu svo þegar ég sá myndina aftur reyndi ég að horfa á það og var bara gráti næst.


Söguþráðurinn er næstum verri en í Plan 9 from outer space og það sannar heversu lélegur handritshöfundur Tom er.


annað atriði er þegar einhver naungi hrasar og meiðir sig . Þá hleypur Freddy að honumog sleikir sárið. Það átti að vera eitthvað fyndið en er það ekki


og síðast en ekki síst. ÉG HEF FARIÐ Í JARÐARFÖR SEM VAR FYNDNARA EN ÞETTA KRAPP
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áframhald hinnar feykivinsælu Star Wars og óhætt er að segja að þett sé besta myndin í þríleiknum. ESB (ekki evrópusambandið)er samt frekar lík fyrri myndinni, hasar húmór og tæknibrellur eru til staðar en nú er eitthvað sem er einhvern vegin skárra en í þeirri fyrri. Kannski er ein ástæða þess sú að Lucas réð Irvin Kershner í leikstjórastólin og hann vann mjög vel úr handriti Lucasar og náði að framkalla spennuþrungin atriði með skemmtanagildum sem var það eina sem fyrri myndina skorti. Þannig er eiginlega ekkert hægt að fullyrða hvor þeirra sé betri ef þær hafa næstum því alvegsömu kosti. Mín kenning er sú að í the Empire Strikes back hafi allt það góða í fyrri myndini gertbetur hér og einnig er gert meira upp úr spennunni en sant er gamnið aldrei fjarri og atriðið þar sem Yoda birtist Luke fyrst er mjög skemmtilegt. Myndin hefur líka hina æðislegu tónlist sem hér er notuð líkt og Murnau notaði hana í sinni fyrstu talmynd ,,Tabu. Tónlistin er orðinn hluti af því að segja söguna þannig að sagnahátturinn er alveg einstaklega frumlegur. Þar sem spennan rís sem hæst er þegar Luke fær að vita um Raunverulegt faðerni sitt og þar kemur nýi leikstjórinn hann Irvin litli í góðar þarfir því Lucas hefði aldrei getað gert þetta atriði sjálfur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvellgeiri er hér aftur á ferð og nýtur sín bráðvel í þessu tækniundri sem varð á sínum tíma vinsælasta mynd allra tíma. Myndin byrjar á hinum klassísku orðum ,,a long, long time ago in a galaxy far, far away sem mörkuðu tímamót á einhvern eða annan hátt í kvikmyndasögunni en ástæðan er mér enn hulin. Star wars er mjög hugmyndarík mynd og þessi heimur sem hún gerist í er jafn ótrúlegur og heimurinn í Hringadróttinssögu og Star trek og áherslan er lögð á hina voldugu Jedi-riddara sem án efa eru sprottnir frá riddurum hringborðsins. Tæknibrellurnar eru geggjaðar og þær bestu sem sést höfðu á sínum tíma en það er einmitt það sem gerir myndina svona einstaka. En hvað er það þá sem myndin hefur ef það er bara þetta ef það væri bara þetta væri myndin ómerkileg en bíðum nú aðeins róleg. Það sem hefur gert myndinni kleift að eldast svona vel er ekki endilega fagmannsvinnan seins ogleklist eða leikstjórn heldur vinnur hún stórsdigur á tónlist og handriti. Lucas er snillingur í að gera yndislega persónur, hver man t.d. ekki eftir þeim óborgaranlegu R2-D2 og C3PO og hinu dularfulla Ben Kenobi, þetta er allt að þakka því hve góður handritshöfundur Lucas er og persónur hans eru einmitt það sem björguðu hans hörmulegu mistökum Howard the duck. Tónlistin er látin gegna sama hlutverki og í 2001 eftir Kubrick þar sem hún sér um að sannfæra mann um hvar í veröldinni maður er staddur og öllu slíku. Tónlistin gerir myndinni líka kleift að sannfæra mann um hverskonar persónur hver og einn er og það er mér enn hulin ráðgáta hvernig Williams fór að því að skapa bæði drungalega og blíðlega tónlist sem er samt ekkert svo ólík.

Lokaúrskurður : Framför í sögu kvimynda á sviði tæknibrellna, persónusköpun og tónlist
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snow White and the Seven Dwarfs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snow white and the seven dwarfs er eins og flestum er kunnugt fyrsta teiknimyndin í fullri lengd og það voru öldungis ekki fáir sem töldu Disney vera kolbrjáðan rugludall fyrir að ætla að gera langa mynd úr þessu vanmetna listformi. Alls tók fjögur ár að gera Mjallhvíti sem er að mínu mati besta Disney-myndin en hún er í bókstaflegri merkingu einstök. Það sem mér þótti einna athyglisverðast var hvernig Disney tekst að breyta sögunni aðeins en hann varð nú síðar þekktur fyrir það að breyta klassísum sögum óhóflefga mikið. Persónurnar eru allar æðislegar og dvergarnir eru yndilegir Mjallhvæit er nú óttalega dauf en er vel teiknuð og það gerir einmitt gæfumuninn. Flesar senurnar hafa eitthvað sér til ágætis og er þessi að mínu mati eiginlega Disney-myndin sem nær því því flestar eru einhvern vegin með dauða punkta sumstaðar og það er frekar slæmt en Mjalhvít gerir það alls ekki
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Goldfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Allra besta Bond-myndin og skipar sig líka í hóp einna bestu mynda allra tíma. Það sem gerir einhvern vegin einstaka er handritið. Það erallt fullt af yndislegum fröum eins og Do you expect me to talk no mr, Bond I expect you to die, sem er af mínu mati ein alflottasta setning kvimyndasögunnar. hvert einasta atriði kemur með eitthvað nýtt og byltingr og ef það kemur ekki hefur það skemmtanagildi. Stór framför í sögu kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moonraker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er mjög leiðinlegt að sjá stórgóðar seríur falla í grýttan jarðveg enda er Moonraker alversta Bond-myndin kannski fyrir utan Live and let die en só. Moonraker var gerð í kjölfar vnsælda Star Warsog Star Trek þannig að það var komið að Bond að spreyta sig í vísindaskáldskapnum en þessi mynd misheppnaðist hryllilega þrátt fyrir góða frammistöðu fagmanna en einnhvern vegin nær hæun allsekki þessum yndislega Sjarma Bond-myndanna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Abre los ojos
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábærlega vel heppnuð bíómynd sem hlaut toppaðsókn á spáni og öðrum spænsku mælandi löndum sem síðar var endurgerð undir heitinu vanilla sky.

hún er íleikstjórn hins fjölhæfa alejandro amenábar(the others)

sem samdi einnig handtritið og tónlistina.

myndin fjallar um hinn lánsama Cesar sem er ríkur myndarlegur og vefur kvenfólki bókstaflega um fingur sér.

allt gengur sinn vanagang þar til hann hittir Sofiu sem er vinkona bestavinar Cesar.Þrátt fyrir að hún sé vinkona hans byrjar Cesar strax að komast yfir hana.en fyrrverandi ástkona hans Nadja fyllist mikilli afbrýðissemi og fer með hann í bíltúr og keyrir fram af brú hún deyr og Cesar afskræmist hræðilega í andliti.eftir þetta gerist arburðarás sem seint líður úr minni.

Þess má til gamans geta að leikstjórinn dreymdi söguþráðinn og þegar hann vaknaði var hann skíthræddur vegna þess að hann hélt að þetta hafi verið raunverulegt.

Open your eyes(abre los ojos) inniheldur nokkrar virkilega flottar senur og er einnig mjög vel leikin þó er sú sem leiur nödju ekki alveg nógu sannfærandi.Camerondiaz túlkaði hana betur í Vanilla sky(sérstaklega rétt áður en þau keyra fram af brúnni og Nadja segir do yuo believe in god).

En það sem sú spænska hefur sem cameron Diaz hefur ekki er þetta djöfullega augnaráð sem virkar mjög flott í open your eyes. tónlistin er alveg mögnuð í báðum myndum og sigu rós komu mjög flott útí vanilla sky(ég er alveg Sigur-rósar aðdándi)tónlistin sem Alejandro samdi passar mjög velvið andrúmsloft myndarinnar,enþað er aðeins léttara yfir vanilla sky svo tónlist Alejandrjo jefði aldrei passað þar.

að lokum vil ég segja að þetta sé mynd sem allir unnedur súrréalísakra mynda eigi að sjá og fara að sofa óvisir um hjvort þetta heafi verið raunverulegt.:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Devil's Advocate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Furðulega góð mynd með mjög skemmtilegum söguþræði.

Al Pacino er mjög skemmtilegur sem Satan sjálfur enda hefur hann líka þann skondna hæfileika að geta hérumbil breytt sér íþær persónur sem hann leikur.

Endirinn er reyndar ekki alveg nógu góður en það sem Al Pacino segir í lokin er algjöt Brill Greed is my favourite sin.

Keanu Reeves er alveg ágætur en hefði mátt standa sig betur.

Topp mynd sem maður sér ekki fjúkandi út um gluggann hjá sér á hverjum degi

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjört rugl.Þessi mynd var jafnvel verri en The Phantom Menace sem var virkilega hræðileg.Hayden Cristiansen leikur svo illa að það er ekki helvítis eðlilegt.

ég er kominn á þá skoðun að George Lucas sé á góðri leið með að eyðileggja Star Wars.Aðalmálið er að gamli kallinn kann ekkert að leikstýra.Hann pælir aðallega í því hvernig furðuverurnar eru og þá sérstaklega Yoda sem var besti karkterinn í myndinni.

ég held að Episode 3 verði ekkert skárri og þar sem Hayden Christiansen á að leika Darth Vader verður þar með búið að eyðileggja ímynd hans og þannig búinn að skemma fyrir eldri myndunum sem voru schnilld og sérstaklega The Empire Strikes back sem er besta Star Wars myndin.

ég ætla mér ekkert að vera leiðinlegur við ykkur SW aðdáendur.

ég er líka mjög mikill aðdándi Star Wars og ég mun samt sem áður fara á Ep:3 í bíó en bara að sjá hvort hún sé góð. Því kannski mun mér skjátlast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dracula
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sko alveg Hard core Dracula fan og veit allt fullt um kauða.að mínu mati er þatta ein besta Dracula mynd sem gerð hefur verið.Allt sem var í henni var frábært og þá sérstaklega Anthony hopkins sem lék Van Helsing alveg meistarlega vel

Af mínu mati er hann besti Van Helsing-inn af öllum Drakúla-myndunum(margir hafa sagt að það sé Peter Cushing sem var nú alveg ágætur).Gary Oldman var mjög góður sem greifinn en hann hefði getað leikið sér betur með karkterinn og gert hann aðeins líkari Bela Lugosi sem lék hann alveg frábærlega.

Mér þótti mjög skemmtilegt að sjá hvernig þeir notuðu sama formið og var notað í Nosferatu(bestu Drakúla myndinni)Þar sem skugginn er notaður alveg út í ystu æsar.

Schnilld!!!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
24 Hour Party People
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mjög á óvart.Tony wilson var alveg drepfyndin sérstaklega í fyrstu seunni.

eini galli var sá að myndi er á köflum of langdregin og sum atriði mættu vera styttri.Það sem ég hafði eia mest gaman af var mydatakan sem var algjört brill.allt er tekið upp á litlar stafrænar myndavélar sem er mjög sniðugt.

schnilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Veiki hlekkurinn í þríleikum en samt alveg ágætlega heppnuð.

Al pacino var alveg hreint óhuggulega góður sem DonMichael.

ef að þú sérð þessa mynd á undan hinum tveimþá mun þér örugglega finnast hún mjög góð.Því eis og svo margir vita þá voru fyrstu tvær myndirar byggðará bókinni the Godfather eftir Mario puzo.en þessi mynd var gerð sem nokkurs konar sjálfstætt framhald af hinum.hú minir eiginleg um og of á fyrstu myndina þannig að ef maður sér þær allaríröð og býst við góðri framhaldsmynd þegar komið er að þessari eru líkur á að þú verðir fyrir vonbrigðum.

annars var þessi mynd virkilega góð og stedur svo sanarlega fyrir sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The godfather part 2 er að míu mati besta framhalds mynd allra tíma og besta myndin í godfather röðinni.Samtöli(sem ég dýrkaði í fyrri myndinni)fengu hárin bókstaflega til að rísa hér,sérstaklega á milli Fredo og don Micheal.

skemmtilegast þótti mér við myndia þegar það var verið að sýna þegar vito var yngri að árum(Robert DeNiro brillerar í sínu hlutverki).Þar voru nokkrar stórkostlegar senur.

al Pacio var alveg mjög góður sem donMichael og var alveg einstaklega svona evil sem er einmitt svo frábært

schnilld.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur verið uppáhaldsmyndin mín fráþví ég var 8 ára(Hef alltaf haft gama af ofbeldishneigðum myndum híhí).

söguþráður myndarinnarer alveg furðulega góður og samtölin þar af leiðandi virkilega raunveruleg.

Það sem ég hafði aftur á móti mest gama af var þessi alveg hreint gífurlega mikla karaktersköpu og líka karakter eikenni(eins og t.d.kinnarnar á Don vito LOL).

þetta er sú myd sem allir verða að sjá eihver tíma í lífi sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei