Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Freddy Got Fingered 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This time you can't change the channel.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 13
/100

Gordon, 28 ára, er efnilegur teiknimyndagerðarmaður. Hann fer frá Oregon þar sem hann á heima, til að freista gæfunnar í Hollywood, og koma hugmyndum sínum á framfæri. Eftir að hann fær að heyra það, réttilega, að hugmyndir hans séu þær heimskulegustu sem nokkru sinni hafa heyrst, og hann þurfi að endurhugsa þær allar, þá flytur hann aftur heim til Oregon.... Lesa meira

Gordon, 28 ára, er efnilegur teiknimyndagerðarmaður. Hann fer frá Oregon þar sem hann á heima, til að freista gæfunnar í Hollywood, og koma hugmyndum sínum á framfæri. Eftir að hann fær að heyra það, réttilega, að hugmyndir hans séu þær heimskulegustu sem nokkru sinni hafa heyrst, og hann þurfi að endurhugsa þær allar, þá flytur hann aftur heim til Oregon. En faðir hans, sem er ekkert sérstaklega blíður maður alla jafna, tekur því mjög illa hvernig Hollywood fór með sonimm, sem vissulega er ekki eins og fólk er flest. Gordon verður skotinn í Betty, aðlaðandi lækni á spítalanum þar sem vinur hans liggur. Hún notar hjólastól og fær mikið út úr því að láta berja lamaða fótleggi sína með bambus priki, en þessi kynferðislega nautn hennar vekur ótta hjá Gordon. Fjölskylda Gordon fer til geðlæknis, og hann lýgur að lækninum að faðir hans níðist á bróður hans, Freddy, en Gordon gleymir að nefna að Freddy er 25 ára gamall. Fljótlega þarf Gordon að flytja í eigið húsnæði, og slær síðan í gegn með teiknimyndinni Zebras in America, sem byggð er á fjölskyldu hans. ... minna

Aðalleikarar


Kolsvört og drepfyndin gamanmynd um Gordon Brody(Tom Green) sem flytur úr heimahúsum til Hollywood til að selja teiknimyndir sem hann vinnur að. Það gengur ekki sem skyldi og Gordon veldur Jim(Rip Torn)föður sínum miklum vonbrigðum og þannig er nú beinagrind söguþráðarins í stórum dráttum. Mörgum finnst þessi mynd Freddy got fingered vera alveg ömurleg en ég hef kíkt á hana nokkrum sinnum og skemmt mér bara vel. Freddy got fingered mætti eiginlega flokkast undir sem einn stór brandari því að hún gengur ekki út á neitt annað en að fá fólk til að hlæja og...maður lifandi það tekst, allavega í mínu tilviki. Tom Green kemur hérna með bleksvartan húmor og klámbrandara hvað eftir annað og maður hlær meira en maður býst við. Alveg ótrúlegt hugmyndaflugið hjá manninum. Í rauninni er þessi mynd hálfgert sorp en hún er bara svo steikt og sýrð að maður getur ekki annað en gefið henni góða einkunn. Ef þú vilt hlæja þig máttlausa(n) er þetta góður valkostur. Ef þú vilt sjá meistaraverk skaltu leita annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er MJÖG asnaleg mynd en hún er líka tær snilld...ég játa það ég er með mjög sjúkann og sorglegan húmor og eina manneskjan sem ég vet um sem finnst hún mjög góðm er ég. Hún fjallar um gaur sem Tom Green leikur og hann gerir myndasögur (eða reynir) sem eru mjög asnalegar og boring. En hann fer til Los Angeles eða Hollywood...man það ekki til þess að selja myndasögurnar sínar en honum er neitað. Síðan vinnur hann ennþá betur að sögunum og þetta er bara um hann að reyna að selja myndasögurnar sínar. En auðvitað gerist margt brjálað í millitíðinni. Ég myndi gefa henni fleiri stjörnur ef það væri hægt en ég mæli ekki með henni, þótt mér finnist hún góð

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svartasti húmor í heiminum er í þessari mynd. Mér fannst hún fyndin en bara viðbjóðsleg(á góðan hátt). Ég segi ekki meir en þessi mynd er fyrir alla grínunnanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er farin að hallast að því að Tom Greene hafi verið að reyna að fá the Razzies fyrir þessa líka hræðilegu mynd. Ef það væri hægt að gefa bíómyndum minna en fýlukall :( myndi þessi fá það.

Til þess að rökstyðja mál mitt en betur að þessi mynd einfaldlegi sjúgi ætla ég að koma með nokkrar vísbendingar.


Þessi mynd hefur að geyma firna mikið af dýraklámi og öðru ógeðslegu og meðal annars er sena þar sem Freddyheldur á barni á naflasterngnum og sveiflar því. Þegar ég sá myndina fyrst þá hélt ég fyrir augun allan tíman í þeirri senu svo þegar ég sá myndina aftur reyndi ég að horfa á það og var bara gráti næst.


Söguþráðurinn er næstum verri en í Plan 9 from outer space og það sannar heversu lélegur handritshöfundur Tom er.


annað atriði er þegar einhver naungi hrasar og meiðir sig . Þá hleypur Freddy að honumog sleikir sárið. Það átti að vera eitthvað fyndið en er það ekki


og síðast en ekki síst. ÉG HEF FARIÐ Í JARÐARFÖR SEM VAR FYNDNARA EN ÞETTA KRAPP
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint og beint ömurleg mynd um mann sem vill gera pabba sinn stoltan. Þetta sannar það virkilega að Tom Green hefur enga hæfileika sem leikstjóri og heldur ekki sem leikari. Þetta er mynd sem á heima á haugunum og er alls ekki peningsins virði. Ekki og ég endurtek EKKI horfa á þessa mynd. Þið fáið martraðir af henni.

Eftirminnileg setning:

Árni: Ég vil ekki muna eftir neinni !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.02.2012

Ordell & Louis úr Jackie Brown snúa aftur

Samuel L. Jackson og Robert DeNiro munu þó ekki fara með hlutverk félaganna líkt og þeir gerðu fyrir 15 árum í kvikmynd Tarantinos, heldur munu þeir Yasiin Bey (nýtt nafn listamannsins sem áður kallaði sig Mos Def) og John Ha...

03.02.2012

Tom Green endurvekur rappferilinn

Ferill leikarans Tom Green hefur verið ansi misjafn í gegnum tíðina. Hann bæði leikstýrði og lék í Freddy Got Fingered árið 2001, en sú mynd hlaut hvorki meira né minna en 5 Razzie verðlaun, þar á meðal sem versta...

02.02.2012

Ordell & Louis úr Jackie Brown snúa aftur

Samuel L. Jackson og Robert DeNiro munu þó ekki fara með hlutverk félaganna líkt og þeir gerðu fyrir 15 árum í kvikmynd Tarantinos, heldur munu þeir Yasiin Bey (nýtt nafn listamannsins sem áður kallaði sig Mos Def) og John Ha...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn