Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd kom mér mjög á óvart.Tony wilson var alveg drepfyndin sérstaklega í fyrstu seunni.
eini galli var sá að myndi er á köflum of langdregin og sum atriði mættu vera styttri.Það sem ég hafði eia mest gaman af var mydatakan sem var algjört brill.allt er tekið upp á litlar stafrænar myndavélar sem er mjög sniðugt.
schnilld.
Traust mynd um áhugavert fólk og góða tónlist
24 Hour Party People er á allan hátt athyglisverð mynd. Hún er einnig vel gerð, bráðvel leikin, fróðleg og umfram allt er hún bara fjandi góð í heild sinni.
Michael Winterbottom er prýðilegur kvikmyndagerðamaður, og hefur áður gert sniðugar myndir eins og Wonderland, Jude og Welcome to Sarajevo. Hér tekur hann fyrir skemmtilegt og innihaldsríkt handrit og notar mjög sérstakan stíl á myndinni sjálfri; hún er gerð í gervi-heimildarmyndastíl (mocumentary - svipað og notað var með Blair Witch Project) þar sem að hún er öll tekin upp á litlar stafrænar myndavélar, sem getur á köflum verið svolítið óþægilegt á að horfa en það er einkum ótrúlegt hversu snilldarlega það passar við þetta umfjöllunarefni, og jafnframt gefur það myndinni nokkuð raunsæjan undirtón.
Steve Coogan (The Parole Officer) fer líka heldur betur á kostum sem Tony Wilson, auk fjölda annarra í aukahlutverkum sem gera einnig góða hluti. En allt í allt er þetta mjög merkileg mynd sem hefði kannski mátt vera aðeins fyndnari. Samt sem áður er hún góð tilbreyting fyrir þá sem vilja sjá eitthvað annað en formúlukennt Hollywood-færibandsrusl í bíó. Kikið á hana.
7/10
24 Hour Party People er á allan hátt athyglisverð mynd. Hún er einnig vel gerð, bráðvel leikin, fróðleg og umfram allt er hún bara fjandi góð í heild sinni.
Michael Winterbottom er prýðilegur kvikmyndagerðamaður, og hefur áður gert sniðugar myndir eins og Wonderland, Jude og Welcome to Sarajevo. Hér tekur hann fyrir skemmtilegt og innihaldsríkt handrit og notar mjög sérstakan stíl á myndinni sjálfri; hún er gerð í gervi-heimildarmyndastíl (mocumentary - svipað og notað var með Blair Witch Project) þar sem að hún er öll tekin upp á litlar stafrænar myndavélar, sem getur á köflum verið svolítið óþægilegt á að horfa en það er einkum ótrúlegt hversu snilldarlega það passar við þetta umfjöllunarefni, og jafnframt gefur það myndinni nokkuð raunsæjan undirtón.
Steve Coogan (The Parole Officer) fer líka heldur betur á kostum sem Tony Wilson, auk fjölda annarra í aukahlutverkum sem gera einnig góða hluti. En allt í allt er þetta mjög merkileg mynd sem hefði kannski mátt vera aðeins fyndnari. Samt sem áður er hún góð tilbreyting fyrir þá sem vilja sjá eitthvað annað en formúlukennt Hollywood-færibandsrusl í bíó. Kikið á hana.
7/10
RAVE!!!!!!!! Það er máilið í þessari mynd sem fjallar á einstakan hátt um upphaf rave-menningarinnar og um einn af upphafsmönnum hennar Tony Willson. Í þessari mynd er fjallað á ótrúlega raunsæann hátt um allt sem tengist rave-menninguni, dópinu, víninu, stelpunum, og tónlistinni og öllu sem því tengist. Ef þið eruð komin með ógeð af öllum þessum bandarískum hetjumyndum og þessum drepleiðinlegu kellinga og grenjumyndum þá er svarið einfalt annaðhvort sleppið þið bara að fara í bió eða farið á 24 hour party people!!!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. september 2002