Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

24 Hour Party People 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. september 2002

The unbelievably true story of one man, one movement, the music and madness that was Manchester.

117 MÍNEnska

Lygileg en sönn saga um Tony Wilson og félaga í Manchester. Með stofnun hljómplötuútgáfunnar Factory Records og Hacienda klúbbsins gerðu þeir Manchester að nafla alheimsins hvað varðar tónlist, tísku og skemmtanahald frá 1976-1992, allt frá fæðingu pönksins til dauða “acid house”. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Englandi og var valin í aðalkeppni... Lesa meira

Lygileg en sönn saga um Tony Wilson og félaga í Manchester. Með stofnun hljómplötuútgáfunnar Factory Records og Hacienda klúbbsins gerðu þeir Manchester að nafla alheimsins hvað varðar tónlist, tísku og skemmtanahald frá 1976-1992, allt frá fæðingu pönksins til dauða “acid house”. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Englandi og var valin í aðalkeppni Cannes 2002. Steve Coogan sem er þekktastur er í Englandi fyrir sjónvarpsþætti sína og fjölmarga grínkaraktera, þ.á.m. Alan Partridge, þykir vinna mikinn leiksigur. Upptökur á myndinni voru allt annað en hefðbundnar. Öll myndin var skotin á litlar stafrænar vélar sem gaf leikstjóra mikið frelsi. Hacienda klúbburinn var t.d. í raun endurbyggður frá grunni og fjöldanum öllum af tökuvélum komið fyrir út um allt. Svo voru atburðir endurskapaðir í heild sinni og leikarar vissu varla hvort eða hvenær væri verið að taka upp. Svigrúm til spuna var ávallt mikið. Afraksturinn er ein athylgisverðasta mynd síðari ára.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd kom mér mjög á óvart.Tony wilson var alveg drepfyndin sérstaklega í fyrstu seunni.

eini galli var sá að myndi er á köflum of langdregin og sum atriði mættu vera styttri.Það sem ég hafði eia mest gaman af var mydatakan sem var algjört brill.allt er tekið upp á litlar stafrænar myndavélar sem er mjög sniðugt.

schnilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Traust mynd um áhugavert fólk og góða tónlist
24 Hour Party People er á allan hátt athyglisverð mynd. Hún er einnig vel gerð, bráðvel leikin, fróðleg og umfram allt er hún bara fjandi góð í heild sinni.

Michael Winterbottom er prýðilegur kvikmyndagerðamaður, og hefur áður gert sniðugar myndir eins og Wonderland, Jude og Welcome to Sarajevo. Hér tekur hann fyrir skemmtilegt og innihaldsríkt handrit og notar mjög sérstakan stíl á myndinni sjálfri; hún er gerð í gervi-heimildarmyndastíl (mocumentary - svipað og notað var með Blair Witch Project) þar sem að hún er öll tekin upp á litlar stafrænar myndavélar, sem getur á köflum verið svolítið óþægilegt á að horfa en það er einkum ótrúlegt hversu snilldarlega það passar við þetta umfjöllunarefni, og jafnframt gefur það myndinni nokkuð raunsæjan undirtón.

Steve Coogan (The Parole Officer) fer líka heldur betur á kostum sem Tony Wilson, auk fjölda annarra í aukahlutverkum sem gera einnig góða hluti. En allt í allt er þetta mjög merkileg mynd sem hefði kannski mátt vera aðeins fyndnari. Samt sem áður er hún góð tilbreyting fyrir þá sem vilja sjá eitthvað annað en formúlukennt Hollywood-færibandsrusl í bíó. Kikið á hana.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

RAVE!!!!!!!! Það er máilið í þessari mynd sem fjallar á einstakan hátt um upphaf rave-menningarinnar og um einn af upphafsmönnum hennar Tony Willson. Í þessari mynd er fjallað á ótrúlega raunsæann hátt um allt sem tengist rave-menninguni, dópinu, víninu, stelpunum, og tónlistinni og öllu sem því tengist. Ef þið eruð komin með ógeð af öllum þessum bandarískum hetjumyndum og þessum drepleiðinlegu kellinga og grenjumyndum þá er svarið einfalt annaðhvort sleppið þið bara að fara í bió eða farið á 24 hour party people!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn