Notendur kvikmyndir.is virðast vera á sama máli og Tómas Valgeirsson aðalgagnýnandi kvikmyndir.is.
Eins og sjá má í nýjustu umfjöllunum á forsíðu og á undirsíðu Toy Story 3 þá eru gagnrýnendur á einu máli um gæði Toy Story 3 teiknimyndarinnar, svo notaður sé algengur frasi. Tómas gaf myndinni níu stjörnur af tíu mögulegum, sem gerist ekki oft, og Heimir Bjarnason og Þórður Davíð Björnsson ganga báðir einni stjörnu lengra og gefa myndinni fullt hús stjarna, eða 10 stjörnur.
Heimir segir meðal annars: „Ég hef aldrei fílað teiknimyndir mjög mikið. Ég fíla t.d. ekki Wall-E, Nemo, Cars, Ratatouille, Shrek og finnst þær eiginlega bara barnalegar en Toy Story-mydnirnar eru of mikil meistaraverk! Það er eitthvað við þær! Ég gæti horft endalaust á þær, allavega einu sinni á mánuði :)“
Þórður segir meðal annars: „En þessi mynd er ekki bara fyndin og magnað ævintýri, ó nei. Þessi mynd er einnig mjög átakanleg og þar á ég sérstaklega við endirinn sem er eiginlega of fullkominn. Ég allavega brotnaði niður yfir honum, og hann var virkilega sorglegur en mjög sterkur líka.“
Ég bendi notendum á að skoða svo bíótal þeirra Sindra og Tómasar þar sem þeir fjalla um myndina.
Hér að neðan er svo sýnishorn úr myndinni:

