Fyrstu myndirnar úr 'Jane Got a Gun'

Fyrstu myndirnar úr kvikmyndinni Jane Got a Gun voru birtar fyrir stuttu, en beðið er eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu. Myndinni er leikstýrt af Gavin O’Connor, sem hefur áður gert myndir á borð við Warrior og Pride and Glory. Margir þekktir leikarar fara með stór hlutverk í myndinni og má þar telja Natalie Portman, Joel Edgerton og Ewan McGregor

Jane Got a Gun fjallar um Jane, sem leikin er af Natalie Portman, en útlaginn eiginmaður hennar, kemur heim allur sundurskotinn og nær dauða en lífi eftir að gengið hans sveik hann. Nú er glæpagengið á leiðinni til að ljúka verkinu endanlega, og þá bregður Jane á það ráð að leita til byssumanns og fyrrum elskhuga til að hjálpa sér að verja bæinn.

Hér að neðan má sjá fyrstu myndirnar úr Jane Got a Gun.

jane7 jane6 jane4 jane3 jane2 jane1