Fyrsta stiklan úr nýjustu gamanmynd Apatow

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Judd Apatow, Trainwreck, eða Allt í klessu, í lauslegri íslenskri þýðingu, var opinberuð í dag.

Leikkonan Amy Schumer fer með aðalhlutverkið og skrifaði hún einnig handritið að myndinni. Schumer er hvað þekktust fyrir vinsælu gamanþáttaseríu sína á Comedy Central sjónvarpsstöðinni, Inside Amy Schumer. Hún hefur einnig leikið í myndunum Sleepwalk with Me, Seeking a Friend for the End of the World og Price Check.

NEbTciZPpnq3ei_1_b

Myndir fjallar um unga konu sem vinnur hjá tímariti og er mikið fyrir að skemmta sér og næla sér í nýja menn á hverri helgi. Konan kynnist seinna meir lækni sem er bálskotinn í henni og vill taka sambandið á næsta stig, en til þess þarf konan að breyta lífsviðhorfum sínum til muna.

Bill Hader fer með hlutverk læknisins, en hann er þekktur úr hinum sívinsælu þáttum Saturday Night Live og gamanmyndum á borð við Superbad og Pineapple Express.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Trainwreck verður svo frumsýnd þann 17. júlí næstkomandi.