Fyrsta stiklan úr Fifty Shades Darker

Fyrsta stiklan úr Fifty Shades Darker, framhaldi hinnar erótísku Fifty Shades of Grey, er komin út. Í þetta sinn er leikstjóri James Foley (Glengarry Glenn Ross).

Dakota Johnson snýr aftur sem Anastasia Steele og Jamie Dornan mætir einnig aftur sem elskhugi hennar Christian Grey.

Á meðal annarra leikara eru Kim Basinger og Tyler Hoechlin. Myndin er væntanleg í bíó í febrúar á næsta ári.

fifty