Fyrsta mynd af The Rhino úr Spider-Man

Marc Webb leikstjóri The Amazing Spider-Man 2 er duglegur að sinna aðdáendum sínum og myndarinnar. Ekki er langt síðan hann birti fyrstu myndina af Jamie Foxx í hlutverki Electro á Twitter,  og nú er komið að fyrstu myndinni af öðru illmenni myndarinnar, The Rhino, sem leikinn er af Paul Giamatti, en aftur notaði Marc Webb Twitter til að birta myndina.

The Rhino, sem heitir réttu nafni Aleksej Mikhailovich Sytsevich, er þarna greinilega foxillur, klikkaður í skapinu,  allur þakinn tattúum, þar á meðal með eitt þvert yfir ennið.