Nútíma ástarbréf Edgar Wright

A Quiet Place og The Office leikarinn John Krasinski hrósar Last Night in Soho, nýjustu kvikmynd vinar síns Edgar Wright á Twitter og segir hana m.a. „nútíma ástarbréf.

Myndin hefur verið að fá góðar viðtökur ef marka má þær Twitter færslur sem framleiðendur myndarinnar setja inn á forritið. Margir tala um að myndin sé skylduáhorf, að tónlistin sé frábær, að myndin sé sannkallaður spennutryllir og einn notandi segir að myndin sé besti spennutryllir ársins!

Einn notandi gengur svo langt að segjast hafa orðið skelkaður við áhorfið, en myndin er sálfræðitryllir sem gerist m.a. á sjöunda áratugnum í Lundúnum.

Myndin er í dag með 7,4 í einkunn á IMDB vefnum.

Last Night in Soho verður frumsýnd á morgun hér á Íslandi.

Kíktu á Twitter viðbrögð og færslur aðrar hér að neðan: