Fullnægingarplaköt

Ný plaköt hafa verið birt úr nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Trier, Nymphomaniac, eða Sjúklega vergjörn kona, í lauslegri snörun.

Meðfylgjandi plakat var birt á Facebook síðu myndarinnar, en til að sjá plaköt með fleiri persónum myndarinnar á stundu fullnægingarinnar má smella hér. 

Á plakatinu hér fyrir neðan er aðalpersóna myndairnnar, Joe, í túlkun Charlotte Gainsbourg, að því er virðist á hápunkti ástarleiksins, en textinn við myndina er þessi: „When images say more than words…“  eða Þegar myndir segja meira en orð fá lýst:

nymphomaniac

 

Söguþráður myndarinnar er þessi: Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf greint sig sem sjúklega vergjarna, segir sögu sína í myndinni. Á köldu vetrarkvöldi þá kemur gamall og heillandi piparsveinn, Seligman, sem leikinn er af Skarsgård, að Joe þar sem hún liggur slösuð í húsasundi eftir að hafa verið barin til óbóta. Hann fer með hana heim í íbúð sína þar sem hann hjúkrar henni á meðan hann spyr hana út í líf hennar. Hann hlustar með athygli á það þegar hún fer yfir 8 mismunandi kafla í lífi sínu, sem er margskipt og þar sem margt fólk kemur við sögu.

Charlotte Gainsbourg er þó ekki ein um að vera í fullnægingarbríma en allar hinar persónur myndarinnar virðast vera að skemmta sér vel miðað við þessa mynd hér fyrir neðan, en þarna má þekkja Uma Thurman, Shia LaBeouf, Stellan Skarsgaard og Willem Dafoe, svo einhverjir séu nefndir: ( smellið á myndina til að sjá hana stærri og farið hingað til að sjá hvert plakt fyrir sig)

nympho

 

Myndin verður frumsýnd í Danmörku á jóladag, 25. desember nk.