Frumsýning: Oblivion

Myndform frumsýnir bíómyndina Oblivion á föstudaginn næsta, þann 12. apríl.  Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Sambíóunum Kringlunni, Sambíóunum Keflavík og í Borgarbíói Akureyri.

Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Helstu leikarar eru Tom Cruise og Morgan Freeman. Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski (TRON: Legacy).

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Heimurinn er í rústum eftir áratugalangt stríð við andstæðinga sem nefnast „hrææturnar,“ og mannfólkið er í óða önn að safna nauðsynlegum náttúruauðlindum af yfirborði jarðar. Jack Harper er einn fárra manna sem búa ennþá á yfirborðinu, og starf hans er að sjá um viðgerðir á hröpuðum könnunarloftförum. Einn daginn, þegar Jack bjargar fallegri og framandi stúlku úr hröpuðu geimfari, hrindir hann af stað atburðarrás sem mun hafa afdrifarík áhrif á örlög mannkyns.

Fróðleiksmoli til gamans: 

Upptökur á þeim útiatriðum sem gerast hér á landi fóru fram á nokkrum stöðum, þar á meðal við Hrossaborg, Jarlhettur, Veiðivötn og Jökulheima.

Aldurstakmark: 12 ára