Aðdáendur Disney ævintýrisins Beauty and the Beast verða nú að leggja þrívíddardrauma sína á hilluna, en Disney fyrirtækið hefur ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma að umbreyta myndinni vinsælu yfir á 3D til sýningar í bíóhúsum. Ástæðan er sú að þeir vilja bíða þar til þrívíddarsjónvörp verða útbreiddari, enda þarf að vera hægt að selja myndina líka á heima vídeó svo þetta svari kostnaði.
Disney menn segjast verða að seinka aðgerðinni til 2012 eða síðar, eða þar til eins og fyrr sagði fólk er búið að fjárfesta í 3D tækjum.
Það kostar 15 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpan 1,8 milljarð íslenskra króna, að breyta myndum eins og þessari yfir í 3D.
Hér að neðan má njóta þess að horfa á hluta úr myndinni í gamaldags tvívídd:


