Fréttamolar

Það ætti víst ekki að koma neinum á óvart að þriðja myndin um græna tröllið Shrek hafi fengið grænt ljós. Frá því upphafi frumsýningar í Bandaríkjunum er hún nú búin að þéna um 261 milljónir í dollurum og er strax á leiðinni í því að slá Finding Nemo út í að vera vinsælasta teiknmynd allra tíma. Dreamworks vilja að verkefninu verði flýtt eins mikið fyrir og mögulegt verði svo hún nái að koma út kringum 2006. Handrit er víst núna í skrifum og má búast við einhverju af svipuðum metnaði og hinar tvær. Shrek 2 kemur í bíó á Íslandi 16. júlí.

Nýjasta mynd Steven Spielberg, The Terminal, er núna að upplifa heilmikla seinkun og er sífellt verið að fresta kynningum og forsýningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að aðstandendur neyddust til að taka upp nýjan endi á myndina eftir að sá gamli fékk slöpp viðbrögð á prufusýningum. Tónlistarhöfundurinn John Williams hefur sjálfsagt verið undir mikilli yfirvinnu með stef myndarinnar því áætluð sýning myndarinnar er 9. júní vestanhafs. Verður spennandi að sjá endinn.

Eftir Paycheck floppið voru stjórnendur Paramount ekki alltof sáttir eftir að hafa búist við annarri Mission: Impossible 2 hjá John Woo, en það breytir ekki til að þeir muni fá hann aftur til sín til að leikstýra mynd eftir hinni frægu skáldsögu Tom Clancy, Rainbow Six. Þessi bók er búin að liggja uppi á hillu í rúm 5 ár, bíðandi eftir að kvikmynd yrði framleidd. Rainbow er þó örugglega þekktast í dag undir samnefndum tölvuleik sem hefur slegið mörg met. Eins og einhverjir vita þá fylgir bókin persónunni John Clark, sem margir muna líklega eftir úr Clear and Present Danger (leikinn af Willem Dafoe) eða The Sum of All Fears (leikinn þar af Liev Schrieber). Það munu þó hvorugir þeirra taka þátt í sjálfri myndinni. Þessari mynd að auki, þá er Paramount einnig að framleiða næstu Jack Ryan-mynd úr seríu Clancy’s, og ber heitið Red Rabbit. Svo líka er Woo í því að leikstýra myndinni Spy Hunter um þessar mundir með engum öðrum en Dwayne Johnson (betur þekktur undir nafninu “The Rock.“)