Það er ekkert skrýtið að Brendan Fraser hafi engan tíma til að leika í framhaldi Journey to the Center of the Earth, því hann er á leið í leikhús.
Fraser hefur nú munstrað sig í hlutverk í gamanleikritinu Elling, en leikritið verður frumsýnt á Brodway í nóvember í Ethel Barrymore Theatre.
Elling er byggt á sögum Norðmannsins Ingvar Arnbjornsson og hefur verið löguð að ensku sviði af Simon Bent. Mynd sem gerð var eftir bókinni, sem fjallar um tvo herbergisfélaga, var frumsýnd árið 2001, og var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Denis O´Hare mun leika sjálfan Elling, og Fraser mun leika Kjell. Þetta verður frumraun Fraser í sviðsleik á Broadway, en hann hefur áður leikið á sviði í London.

