Foxx verður Litli Jón

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið ráðinn í hlutverk Litla Jóns í nýju Hróa hattar myndinni; Robin Hood: Origins. Með hlutverk Hróa fer Taron Egerton og með hlutverk Maid Marian fer Eve Hewson.

django_jamie_foxx

Með ráðningu Foxx í hlutverkið er strax ljóst að persónan verður talsvert ólík þeirri í upprunalegu sögunni, en flestir þekkja Litla Jón sem stórgerðan hvítan og skeggjaðan karl.

Flestir þekkja söguna um Hróa hött. Hann snýr aftur úr krossferð og sér að sinn ástkæri Skírnisskógur er orðinn helsjúkur af spillingu. Hrói ákveður því að stofna útlagagengi til að koma skikki á hlutina.

Tökur áttu upphaflega að hefjast í febrúar nk., en sá tími rekst á við tökur á Kingsman 2, þar sem Egerton fer með aðalhlutverk, en sú mynd verður frumsýnd 16. júní 2017.

Nú er ljóst að Egerton mun ljúka vinnu sinni við Kingsman 2 fyrst, og fara svo beint í tökur á Hróa.

Otto Bathurst mun leikstýra Robin Hood: Origins, sem kemur í bíó á næsta ári.