Foxx fannst erfitt að heyra N-orðið

Jamie Foxx hefur leikið mörg hlutverk á ferli sínum en að leika þræl í Django Unchained var mikil áskorun fyrir hann.

„Það var erfitt fyrir mig að láta sem ég kynni ekki að lesa, að vera undirgefinn einhverjum, eða að heyra N-orðið aftur og aftur. En ég bað um þetta vegna þess að svona voru þeir stimplaðir á þessum tíma. Þetta var ekki auðvelt,“ sagði Foxx í The Tonight Show.

Foxx átti erfitt með að setja sig í karakter fyrir hlutverkið. Hann minnist þess þegar leikstjórinn Quentin Tarantino sagði að hann yrði að gerast þræll til að myndin ætti að ganga upp : „Ég horfði á Louis Vuitton-töskuna mína og Range Rover-lyklana og sagði: „Hvað meinarðu eiginlega“.“