Á föstudaginn verður gamanmyndin Get Him to the Greek heimsfrumsýnd. Um er að ræða svokallaða „spin-off“ gamanmynd þar sem Russell Brand endurtekur hlutverk sitt skrautlega úr Forgetting Sarah Marshall. Jonah Hill leikur einnig í báðum myndunum.
Hinsvegar, ef þú hefur áhuga að sjá myndina degi fyrr þá verða almennar forsýningar á morgun í þremur mismunandi kvikmyndahúsum (Í Háskólabíói kl. 20:00, Laugarásbíói kl. 22:00 og Smárabíói kl. 22:10), og ég ætla að gefa ýmsum heppnum notendum miða fyrir tvo á hverja sýningu.
Það eina sem ég vil að þú gerir er að senda mér póst (tommi@kvikmyndir.is – hvað annað?) og segja mér hver skrifaði handritið á Forgetting Sarah Marshall.
Ef þér þætti þægilegra að fara í eitthvað ákveðið bíó á ákveðnum tíma, endilega taktu það fram í póstinum og skildirðu verða dregin/n skal ég sjá til þess að þú komist á listann í því kvikmyndahúsi.
Nöfn vinningshafa verða dregin út snemma á morgun þannig að fylgist vel með póstinum ykkar.
Annars sjáumst við (vonandi) í bíó.
T.V.


