David Fincher er í viðræðum um að gera kvikmynd upp úr skáldsögunni Gone Girl, samkvæmt Variety. Svo virðist því sem einhver bið verði á að hann ljúki við Millenium-þríleikinn sem hófst á The Girl With The Dragon Tattoo.
Aðdáendur hans hljóta þó að fagna því að nýr spennutryllir sé á leið frá leikstjóranum sem á að baki Se7en, Fight Club og fleiri gæðamyndir.
Gone Girl er byggð á skáldsögu Gillian Flynn og fjallar um konu sem hverfur á fimm ára brúðkaupsafmælinu sínu. Reese Witherspoon framleiðir en óvíst er hvort hún leiki einnig aðalhlutverkið.
Samkvæmt Variety eru enn líkur á að Fincher geri Millenium-framhaldsmyndina The Girl Who Played With Fire. Fyrst er verið að bíða eftir handriti frá hinum upptekna Steve Zallian. Fincher hefur einnig verið orðaður við endurgerðina 20.000 Leagues Under The Sea.