Fimm ‘prequel’ sem allir vilja sjá

Prequel, eða ,,for-framhaldsmynd“ á mjög slæmri íslensku, er oft notað á rangan hátt í kvikmyndabransanum. Oftar en ekki eru prequel tengd við ákvörðun framleiðenda um að gera framhaldsmynd þegar upprunalegu myndinni hefur gengið vel. Í staðinn fyrir að leggjast í hugmyndavinnu fyrir góða framhaldsmynd er oft fallið í þá gryfju að fara einföldu leiðina og búa til ,,for-framhaldsmynd“ (prequel), sem sagt framhaldsmynd sem gerist á undan upprunalegu myndinni. Sá háttur er oft auðveldari því hann byggir á persónusköpun og handritsvinnu sem átti sér stað í upprunalegu myndinni að miklu leiti.

Persónulega hef ég ekki séð þetta ganga upp oft, en hér eru 5 myndir sem Cinemablend tók saman sem ég held að við getum öll verið sammála um að myndu njóta sín vel á hvíta tjaldinu sem prequel.

Die Hard

Það hafa verið gerðar 4 Die Hard myndir sem allar byggjast á aðalsögupersónunni John McClane. Í öllum myndunum á hann í fjölskylduvandræðum og ekki er hann beint vel liðinn í lögregludeild New York borgar. Það gæti verið afar áhugavert að sjá McClane sem ungan og óheflaðan lögreglumann með kaldhæðnina í fararbroddi, áður en hann fór yfir strikið með áfengið, fjölskylduna og starfsferilinn. Howard Chaykin hefur skrifað teiknimyndabók um upphafsár John McClane sem ber titilinn Die Hard: Year One og sú bók gæti verið tilvalin sem kvikmynd.

Inception

Flestar ,,heist“ myndir fjalla um síðasta verk glæpamannanna. Inception er hér engin undantekning. Það er greinilegt að mikið gekk á í lífi Cobb fyrir þetta síðasta verk. Gott prequel gæti fjallað um þegar ferill þeirra Cobb, Mal, Eames og Arthur var í hámarki og þau réðust inn í drauma eins og enginn væri morgundagurinn. Myndin myndi eflaust ekki rista jafn djúpt og Inception, en hún væri samt sem áður ansi skemmtileg.

Pulp Fiction

Þetta er eitthvað sem allir aðdáendur Pulp Fiction hljóta að hafa velt fyrir sér. Quentin Tarantino sagði fyrir löngu síðan í viðtali að Vic Vega/Mr. Blonde í Reservoir Dogs, leikinn af Michael Madsen, og Vincent Vega í Pulp Fiction, leikinn af John Travolta, væru bræður. Þó svo að þetta prequel væri ekki möguleiki í dag vegna aldurs leikarana hefur Tarantino sagt sjálfur að hann hefði viljað gera prequel með þá bræðurna í fararbroddi. Djöfull væri það bilað.

The Green Mile

Pistlahöfundur Cinemablend vill aðeins sjá þetta prequel ef það væri byggt á bók Stephen King og leikstýrt af John Darabont. Ég er ekki alveg sammála. The Green Mile byggir á aðalsögupersónunni, John Coffey, í gegnum augu fangelsisvarðarins Paul Edgecomb. Coffey hefur þann möguleika að geta læknað fólk og dýr og hann er sakaður um að hafa naugað ungri stúlku. Það er nánast ekkert sagt um hver hann var áður en hann var sakfelldur og settur í fangelsi. Hér er möguleiki á stórkostlegri persónusköpun þar Coffey væri kynntur almennilega fyrir áhorfandanum og hæfileikar hans útskýrðir. Þetta er óskrifuð bók og það væri frábært að sjá hana verða að veruleika.

Sunshine

Ég valdi Sunshine sem bestu mynd ársins 2007. Vísindaskáldskapsmyndir geta leyft sér allan fjandann þegar kemur að gerð framhaldsmynda, í þessum flokki er nánast ekkert heilagt (líkt og í hryllingsmyndum). Það gefur þó augaleið að framhaldsmynd Sunshine hlýtur að vera byggð á Icarus, geimskipinu sem lagði leið sína til sólarinnar á undan Icarus II en komst aldrei á leiðarenda. Það er ekki rætt mikið í Sunshine hverjar þær manneskjur voru eða af hverju hlutirnir fóru svona illa úrskeiðis. Hvað ef Icarus hitti annað geimskip á leiðinni ? Nei ég veit það ekki, en þetta er allavega kandídat í snilld.

En hvað finnst þér lesandi góður ? Hvaða mynd myndir þú helst vilja sjá sem prequel ? Rökstuðning takk!

Fimm 'prequel' sem allir vilja sjá

Prequel, eða ,,for-framhaldsmynd“ á mjög slæmri íslensku, er oft notað á rangan hátt í kvikmyndabransanum. Oftar en ekki eru prequel tengd við ákvörðun framleiðenda um að gera framhaldsmynd þegar upprunalegu myndinni hefur gengið vel. Í staðinn fyrir að leggjast í hugmyndavinnu fyrir góða framhaldsmynd er oft fallið í þá gryfju að fara einföldu leiðina og búa til ,,for-framhaldsmynd“ (prequel), sem sagt framhaldsmynd sem gerist á undan upprunalegu myndinni. Sá háttur er oft auðveldari því hann byggir á persónusköpun og handritsvinnu sem átti sér stað í upprunalegu myndinni að miklu leiti.

Persónulega hef ég ekki séð þetta ganga upp oft, en hér eru 5 myndir sem Cinemablend tók saman sem ég held að við getum öll verið sammála um að myndu njóta sín vel á hvíta tjaldinu sem prequel.

Die Hard

Það hafa verið gerðar 4 Die Hard myndir sem allar byggjast á aðalsögupersónunni John McClane. Í öllum myndunum á hann í fjölskylduvandræðum og ekki er hann beint vel liðinn í lögregludeild New York borgar. Það gæti verið afar áhugavert að sjá McClane sem ungan og óheflaðan lögreglumann með kaldhæðnina í fararbroddi, áður en hann fór yfir strikið með áfengið, fjölskylduna og starfsferilinn. Howard Chaykin hefur skrifað teiknimyndabók um upphafsár John McClane sem ber titilinn Die Hard: Year One og sú bók gæti verið tilvalin sem kvikmynd.

Inception

Flestar ,,heist“ myndir fjalla um síðasta verk glæpamannanna. Inception er hér engin undantekning. Það er greinilegt að mikið gekk á í lífi Cobb fyrir þetta síðasta verk. Gott prequel gæti fjallað um þegar ferill þeirra Cobb, Mal, Eames og Arthur var í hámarki og þau réðust inn í drauma eins og enginn væri morgundagurinn. Myndin myndi eflaust ekki rista jafn djúpt og Inception, en hún væri samt sem áður ansi skemmtileg.

Pulp Fiction

Þetta er eitthvað sem allir aðdáendur Pulp Fiction hljóta að hafa velt fyrir sér. Quentin Tarantino sagði fyrir löngu síðan í viðtali að Vic Vega/Mr. Blonde í Reservoir Dogs, leikinn af Michael Madsen, og Vincent Vega í Pulp Fiction, leikinn af John Travolta, væru bræður. Þó svo að þetta prequel væri ekki möguleiki í dag vegna aldurs leikarana hefur Tarantino sagt sjálfur að hann hefði viljað gera prequel með þá bræðurna í fararbroddi. Djöfull væri það bilað.

The Green Mile

Pistlahöfundur Cinemablend vill aðeins sjá þetta prequel ef það væri byggt á bók Stephen King og leikstýrt af John Darabont. Ég er ekki alveg sammála. The Green Mile byggir á aðalsögupersónunni, John Coffey, í gegnum augu fangelsisvarðarins Paul Edgecomb. Coffey hefur þann möguleika að geta læknað fólk og dýr og hann er sakaður um að hafa naugað ungri stúlku. Það er nánast ekkert sagt um hver hann var áður en hann var sakfelldur og settur í fangelsi. Hér er möguleiki á stórkostlegri persónusköpun þar Coffey væri kynntur almennilega fyrir áhorfandanum og hæfileikar hans útskýrðir. Þetta er óskrifuð bók og það væri frábært að sjá hana verða að veruleika.

Sunshine

Ég valdi Sunshine sem bestu mynd ársins 2007. Vísindaskáldskapsmyndir geta leyft sér allan fjandann þegar kemur að gerð framhaldsmynda, í þessum flokki er nánast ekkert heilagt (líkt og í hryllingsmyndum). Það gefur þó augaleið að framhaldsmynd Sunshine hlýtur að vera byggð á Icarus, geimskipinu sem lagði leið sína til sólarinnar á undan Icarus II en komst aldrei á leiðarenda. Það er ekki rætt mikið í Sunshine hverjar þær manneskjur voru eða af hverju hlutirnir fóru svona illa úrskeiðis. Hvað ef Icarus hitti annað geimskip á leiðinni ? Nei ég veit það ekki, en þetta er allavega kandídat í snilld.

En hvað finnst þér lesandi góður ? Hvaða mynd myndir þú helst vilja sjá sem prequel ? Rökstuðning takk!