Ferrell og Reilly rökuðu til sín Razzie verðlaunum

Grínmyndin Holmes & Watson var sigursæl á 39. Razzie verðlaununum í Los Angeles í gær, en þar eru jafnan veitt verðlaun fyrir það sem verst þykir í kvikmyndum á hverju ári.

Myndin fékk verðlaunin sem versta kvikmynd, versti leikstjóri, versta endurgerð/framhald/eftirlíking, og John C. Reilly fékk verðlaunin fyrir versta meðleik.

Myndin, sem framleidd var af Sony, sameinaði á ný þá félaga úr Step Brothers, þá Will Ferrell og Reilly. Eins og segir í frétt The Independent þá þótti myndin svo slök að fólk gekk út af henni þegar hún var frumsýnd á aðfangadag um síðustu jól.

„Holmes and Watson er versta helv.**** kvikmynd allra tíma,“ skrifaði einn kvikmyndahúsagestur, og bætti við. „Þetta er fyrsta kvikmynd sem ég hef gengið út af.“

Annar bætti við: “Holmes and Watson er líklega versta kvikmynd sem ég hef séð. Gekk út úr bíóinu.”

Donald Trump Bandaríkjaforseti fékk tvenn verðlaun, bæði sem versti leikari og fyrir versta samleik í kvikmyndinni Fahrenheit 11/9 eftir Michael Moore og í heimildarmynd Dinesh D´Souza, Death of a Nation.

Kvikmynd Moore vann einnig verðlaun fyrir verstu leikkonu, en það var Kellyanne Conway sem lék sjálfa sig.

Melissa McCarthy fékk verðlaun einnig fyrir versta leik í tveimur kvikmyndum, The Happytime Murders og Life of the Party, en fékk um leið uppreisn-æru verðlaunin fyrir frammistöðuna í Can You Ever Forgive Me?, Þar sýnir McCarthy góðan leik í afbragðs mynd, en hún er þar tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

Hér fyrir neðan eru tilnefndar myndir og sigurvegarar:

Versta kvikmynd

Holmes & Watson – SIGURVEGARI

Gotti

The Happytime Murders

Robin Hood

Winchester

Versta leikkona

Melissa McCarthy / The Happytime Murders og Life of the Party – SIGURVEGARI

Jennifer Garner / Peppermint

Amber Heard / London Fields

Helen Mirren / Winchester

Amanda Seyfried / The Clapper

Versti leikari

Donald J Trump (sem hann sjálfur) / Death of a Nation og Fahrenheit 11/9 – Sigurvegari

Johnny Depp (röddin) / Sherlock Gnomes

Will Ferrell / Holmes & Watson

John Travolta / Gotti

Bruce Willis / Death Wish

Versti meðleikari

John C Reilly / Holmes & Watson – SIGURVEGARI

Jamie Foxx / Robin Hood

Ludacris (Rödd) / Show Dogs

Joel McHale / The Happytime Murders

Justice Smith / Jurassic World: Fallen Kingdom

Versta meðleikkona

Kellyanne Conway (sem hún sjálf) / Fahrenheit 11/9 – SIGURVEGARI

Marcia Gay Harden / Fifty Shades Freed

Kelly Preston / Gotti

Jaz Sinclair / Slender Man

Melania Trump (Sem hún sjálf) / Fahrenheit 11/9

Versti samleikur

Donald J. Trump og hans eigin eilífu ómerkilegheit / Death of a Nation og Fahrenheit 11/9 – SIGURVEGARI

Hvaða tveir leikarar sem er og leikbrúður (Sérstaklega fyrir hrollvekjandi kynlífsatriði) / The Happytime Murders

Johnny Depp og ferill á niðurleið / Sherlock Gnomes

Will Ferrell & John C. Reilly (Eyðilegging tveggja ástsælla skáldsagnapersóna) / Holmes & Watson

Kelly Preston og John Travolta / Gotti

Versta endurgerð, eftirlíking eða framhald

Holmes & Watson – SIGURVEGARI

Death of a Nation (endurgerð Hillary’s America…)

Death Wish

The Meg (eftirlíking af Jaws)

Robin Hood

Versti leikstjóri

Etan Cohen / Holmes & Watson – SIGURVEGARI

Kevin Connolly / Gotti

James Foley / Fifty Shades Freed

Brian Henson / The Happytime Murders

The Spierig Brothers (Michael og Peter) / Winchester

Versta handrit

Fifty Shades Freed, handrit eftir Niall Leonard, eftir sögu E.L. James – SIGURVEGARI

Death of a Nation, handrit eftir Dinesh D’Souza og Bruce Schooley

Gotti, handrit eftir Leo Rossi og Lem Dobbs

The Happytime Murders, handrit eftir Todd Berger, saga eftir Berger og Dee Austin Robinson

Winchester, skrifuð af Tom Vaughan og The Spierig Brothers