Fast & the Furious leikari látinn

Paul Walker, einn af aðalleikurum myndanna Fast and The Furious, lést í gær þegar Porche bifreið sem hann var farþegi í, lenti á ljósastaur í Valencia í Kaliforníu. Walker var 40 ára gamall.

Samkvæmt opinberri Facebook síðu leikarans þá var hann farþegi í bíl sem vinur hans ók eftir að þeir höfðu tekið þátt í góðgerðarsamkomu Walker, Reach Out Worldwide.

walker

Lögregluyfirvöld segja að þau hafi fengið tilkynningu um slysið um kl. 15.30 á laugardaginn og hafi fundið bílinn í ljósum logum. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Lögregla segir að hraðakstur hafi verið orsakavaldur í slysinu.

Vinur þeirra, Antonio Holmes, sagði við dagblaðið the Santa Clarita Valley Signal, að nokkrir hefðu reynt að hjálpa fórnarlömbum slyssins. „Við hlupum um allt og hlupum í nærliggjandi bíla og leituðum að slökkvitæki og fórum að bílnum …“

Næsta mynd Walker átti að vera Brick Mansions fyrir Relativity framleiðslufyrirtækið.

Walker lék lögregluþjóninn og síðar alríkilsögreglumanninn Brian O’Conner í öllum nema einni Fast and the Furious myndunum, en sú sjöunda verður sýnd á næsta ári. Aðrar myndir hans eru m.a. Varsity Blues, Flags of Our Fathers og Takers.

Hann skilur eftir sig dóttur á unglingsaldri, Meadow.

 

Fast & the Furious leikari látinn

Paul Walker, einn af aðalleikurum myndanna Fast and The Furious, lést í gær þegar Porche bifreið sem hann var farþegi í, lenti á ljósastaur í Valencia í Kaliforníu. Walker var 40 ára gamall.

Samkvæmt opinberri Facebook síðu leikarans þá var hann farþegi í bíl sem vinur hans ók eftir að þeir höfðu tekið þátt í góðgerðarsamkomu Walker, Reach Out Worldwide.

walker

Lögregluyfirvöld segja að þau hafi fengið tilkynningu um slysið um kl. 15.30 á laugardaginn og hafi fundið bílinn í ljósum logum. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Lögregla segir að hraðakstur hafi verið orsakavaldur í slysinu.

Vinur þeirra, Antonio Holmes, sagði við dagblaðið the Santa Clarita Valley Signal, að nokkrir hefðu reynt að hjálpa fórnarlömbum slyssins. „Við hlupum um allt og hlupum í nærliggjandi bíla og leituðum að slökkvitæki og fórum að bílnum …“

Næsta mynd Walker átti að vera Brick Mansions fyrir Relativity framleiðslufyrirtækið.

Walker lék lögregluþjóninn og síðar alríkilsögreglumanninn Brian O’Conner í öllum nema einni Fast and the Furious myndunum, en sú sjöunda verður sýnd á næsta ári. Aðrar myndir hans eru m.a. Varsity Blues, Flags of Our Fathers og Takers.

Hann skilur eftir sig dóttur á unglingsaldri, Meadow.