Rúmlega 3 mínútna sena sem komst ekki í lokaútgáfu stórmyndarinnar Watchmen hefur nú verið gerð aðgengileg á veraldarvefnum. Senan sýnir dauða Hollis Mason, upprunalegu Náttuglunnar og var að sögn aðstandenda Watchmen klippt út einfaldlega til þess að ná lengd myndarinnar niður.
Senan lítur ansi vel út og verður að teljast með þeim mikilvægari þegar kemur að söguþræði myndarinnar.
Senan er hluti af Watchmen: Director’s Cut sem kemur út á DVD 13.ágúst næstkomandi á Íslandi, en 21.júlí vestanhafs. Útgáfunnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu, og búast má við því að Kvikmyndir.is verði með umfjöllun um hvað útgáfan inniheldur, en ljóst er að hún mun m.a. innihalda töluvert lengri útgáfu af Watchmen myndinn isem við sáum í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Horfá má á senuna hér fyrir neðan (psst! takið eftir Watchmen myndasögunni í bókahillunni eftir 2:23).

