Expendables leikarar í kauphöllinni í New York: allir vilja framhald

Leikararnir úr Expendables fara nú um víðan völl til að kynna myndina, sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum og víðar, og menn spá að muni halda fyrsta sæti topplistans nú um helgina.
Nýlega fóru nokkrir leikaranna ásamt leikstjóranum og handritshöfundinum Sylvester Stallone í kauphöllina í New York, þar sem Fox Business sjónvarpsstöðin tók viðtalið hér að neðan við kappana.
Þeir eru meðal annars spurðir um hvort að framhald sé á leiðinni og það er að heyra á þeim að allir séu áhugasamir um það og Stallone sjálfur sérstaklega.