Erlendir Watchmen-dómar týnast hægt inn

Gagnrýnendur sem hafa séð Watchmen hafa hingað til þurft að hemla á skoðunum sínum, enda er búið að vera strangt bann á dómum um myndina, umhverfis heiminn. Þetta er oft gert með ákveðnar stórmyndir, sérstaklega ef Paramount framleiðir þær. Svipað skeði síðast með Iron Man í fyrra, en einmitt mjög fáar umfjallanir fundust um þá mynd löngu fyrir frumsýningu.

Hins vegar hafa margir ákveðið að gefa skít í bannið og látið skoðanir sínar flakka. En svo virðist sem að meirihlutinn fíli myndina í tætlur! Skoðanir eru ávallt skiptar, en eftir miðað við það sem ég hef lesið eru menn annaðhvort að dýrka myndina eða hata hana, en kannski er það hefðbundið þegar óvenjulegar bíómyndir eru um að ræða.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Watchmen með 86% á RottenTomatoes.com. Það hafa þó aðeins 7 manns rýnt í hana. 6 voru mjög jákvæðir, einn ekki. Jákvæðu dómarnir virtust þó nota ansi stór orð. Ég skal taka nokkur dæmi:

„A huge budgeted superhero movie that delivers intellectually? That
takes serious, ballsy chances with the form? Why, that sounds like a
piece of art. A glorious, epic, exciting, mind blowing piece of art.“
– CHUD

„A mesmerising and brutalising experience, and will be, for some at least, more than worth the wait.“ – Time

„Not just another superhero movie. Gripping onto sex, violence and
angst, it’s hard to imagine anyone watching the Watchmen as faithfully
as Zack Snyder’s heartfelt, stylised adap. Uncompromising, uncommercial
and unique.“
– Total Film.

Harry Knowles hjá AintitCoolNews sá myndina einnig og virtist elska hana… En ég veit, hann elskar nánast allt. Empire-tímaritið gefur henni allavega fjórar stjörnur af fimm.

Annars verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Allavega á næstunni mun verða birtur dómur hér á Kvikmyndir.is um myndina, sennilega á undan frumsýningu hennar. Ég get allavega sagt það hér og nú að sjá dómur er talsvert jákvæður einnig. Meira má ég ekki segja.

Myndin kemur allavega í bíó eftir tæpar tvær vikur.