Erfitt að leika Díönu prinsessu

Naomi Watts lagði áherslu á að vanda til verka þegar hún lék Díönu prinsessu í væntanlegri mynd um síðustu árin í lífi hennar.

„Það er mjög erfitt að leika manneskju sem hefur haft svo mikil áhrif á fjölda fólks og skilið mikið eftir sig,“ sagði leikkonan við tímaritið OK!. Díana lést í bílslysi í París í ágúst 1997.

„Við munum enn mjög vel eftir henni og það þarf að taka tillit til þess. Þetta er einnig flóknara og viðkvæmara mál vegna sona hennar tveggja. En ég vildi gera lífi hennar góð skil og segja sögu hennar eins og hún var.“

Watts gat ekki hafnað tilboðinu um að leika prinsessuna. Hún gerir sér grein fyrir því að einhverjir muni gagnrýna leik hennar. „Fólk mun kvarta yfir því að ég sé ekki nógu lík henni, ég sé ekki nógu hávaxin og fleira.“

Myndin Diana kemur á hvíta tjaldið á næsta ári.

 

Stikk: