Naomi Watts er Díana prinsessa – Fyrsta stiklan!

Fyrsta stiklan er komin fyrir myndina Diana, en í henni fer leikkonan Naomi Watts með hlutverk hinnar dáðu Díönu, prinsessu af Wales.

diana

 

Myndin fjallar um leynilegt ástarsamband Diönu við Dr. Hasnat Khan, sem leikinn er af Naveen Andrews, sem stóð yfir þar til stuttu fyrir sviplegan dauða prinsessunnar í bílslysi í París.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Leikstjóri myndarinnar er Oliver Hirschbiegel sem leikstýrði hinni stórgóðu og Óskarstilnefndu Downfall um síðustu daga Adolfs Hitlers leiðtoga Nasistaflokksins í Þýskalandi.

Watts hefur lýst hlutverki sínu í myndinni sem því „erfiðasta sem hún hefur gert“.

Watts sást síðast í The Impossible og Movie 43, og væntanlegar eru myndirnar Adore, Birdman og St. Vincent de Van Nuys, þar sem hún er meðal leikenda.

Diana kemur í bíó þann 20. september í Bretlandi.