Enginn Hulk í Iron Man 2

 Miklar vangaveltur hafa verið í gangi hvort Marvel myndi kynna til sögunnar fleiri ofurhetjur í Iron Man 2, og þá hafa orðrómarnir verið hæstir um að Jötuninn ógurlegi (The Hulk) myndi koma fram, en eins og flest Robert Downey Jr. var í viðtali tengdu Tropic Thunder þar sem hann missti sitthvað útúr sér.

Hann sagði þvert nei við því að Hulk myndi vera í myndinni að öllu leyti. Hann sagði hins vegar að með Iron Man 2 væri markmiðið að kynna væntanlega The Avengers mynd, en hann meinar með því að þeir ætli að koma með það skýrar fram að heimurinn sem Iron Man er í er í raun heimur þar sem aðrar ofurhetjur geta vel komið fram.

„Þetta er rosalega stórt stökk, áður vorum við föst í raunveruleikanum en nú er markmiðið að búa til Marvel heim. Jon (Jon Favreau) líkar vel að taka áhættur þannig að þetta hæfir honum vel.“ sagði Robert Downey Jr. á fréttamannafundinum. Þegar hann var spurður hvort Captain America eða Thor myndu koma fram þá svaraði hann þessu:,,Ég get hvorki játað né neitað þessum orðrómum, í raun er engu slegið föstu á þessu stigi málsins.“

Túlkið nú hver fyrir sig…