Engin líkari mér en þessi persóna

Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík henni sjálfri. „Þetta er ný tegund persónu og mögulega er hún líkust mér sem einstaklingi en önnur hlutverk sem ég hef leikið,“ segir Howard í vefritinu The News.

Sam Rockwell og Howard í hlutverkum sínum

„Ég grínast oft með að eina áhættan sem ég tek í lífinu tengist vinnunni. Ég er svo áhættufælin,“ bætir hin 42 ára gamla leikkona við. „Hlutverkið smellpassaði mér. Kvikmyndin fjallar svo mikið um hvernig Elly tengist sínum innri krafti, hvernig hún finnur hugrekki, sigrast á kvíða og lætur svo að sér kveða,“ útskýrði Jurassic Park leikkonan.

Dua Lipa

„Ég held að þessi kvikmynd hafi verið valdeflandi fyrir mig.“

Móðirin innblástur

Einnig ræðir leikkonan um fjölskyldu sína og hvernig það var að eiga móður sem var rithöfundur en hún telur að móðir hennar, Cheryl, hafi veitt sér innblástur fyrir hlutverkið í Argylle. „Ég er fædd til að leika, koma fram og segja sögur,“ segir Howard, en faðir hennar er hinn þekkti leikstjóri Ron Howard.

Argylle (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 33%

Þegar söguþráður njósnasögu rithöfundarins Elly Conway fer ískyggilega mikið að líkjast leynilegum aðgerðum raunverulegra njósnasamtaka, þá heyra róleg kvöld á heimilinu sögunni til. Ásamt kettinum Alfie og njósnaranum Aiden, sem er með ofnæmi fyrir kisum, ferðast Elly um ...

„Mamma er rithöfundur og ímyndunarafl hennar er ótrúlegt. Hún heldur sig mjög til hlés eins og Elly og vill lítið fara út á lífið.“

Spurð um næstu verkefni segir Howard: „Ég tek því sem að höndum ber. Ég er klár í bátana. Ég er mjög þakklát fyrir stöðugleikann sem ríkir nú í mínum samböndum við annað fólk og í fjölskyldunni,“ bætti leikkonan við að lokum.

Leikstjóri kvikmyndarinnar er Matthew Vaugh (Kingsman myndirnar, Kick-Ass)
Aðrir leikarar eru Henry Cavill (The Witcher), John Cena (Fast X), Óskarsverðlaunahafinn Ariana DeBose (West Side Story), Grammyhafinn og súperstjarnan Dua Lipa (Barbie), Emmyhafinn og Óskarstilnefndi leikarinn Bryan Cranston (Breaking Bad), Emmyhafinn og gríngoðsögnin Catherine O’Hara (Schitt’s Creek), Sofia Boutella (Kingsman: The Secret Service) og hinn goðsagnakenndi Samuel L. Jackson.
Kötturinn Alfie er leikinn af Chip, ketti ofurfyrirsætunnar og eiginkonu leikstjórans, Claudia Vaughn ( áður Schiffer).
Handrit gerði Jason Fuchs (Wonder Woman).