Fyrsta kvikmyndin með Arnold Schwarzenegger í aðalhutverki eftir 8 ára ríkisstjórasetu í California og barneignahneykslið sem kom upp eftir það, hefur hafið tökur. Myndin heitir The Last Stand, og verður fyrsta mynd kóreska leikstjórans Kim Jee-Woon á ensku. Í fréttatilkynningunni sem kom út til að tilkynna upphaf framleiðslu, kom fram að fleiri leikarar hafa verið ráðnir í myndina, en það er fjölbreitt lið, óskarsverðlaunahafinn Forrest Whitaker, Jackass-bjálfinn Johnny Knoxville og költgoðið Harry Dean Stanton.
Schwarzenegger leikur Owens, gamlan lögregluforingja frá Los Angeles sem eftir erfið mál lifir hálfgerðu eftirlaunalífi sem lögreglustjóri smábæjarins Sommertown Junction sem er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Að sjálfsögðu hitnar í kolunum og þegar mexíkóskur fíkniefnabarónn á leið um bæinn þarf Owens að sýna hvað í honum og litla lögregluliði bæjarins býr. Epic.
Þetta er vonandi fyrsta mynd Schwarzeneggers af nokkrum, en meðal þeirra sem hann er með á færibandinu eru Terminator 5, og myndin Captive, sem íslendingurinn Eva María Daníels framleiðir Ekki má svo gleyma Expendables 2, þar sem Schwarzenegger verður í aðeins stærra hlutverki en síðast. Kallinn tvítaði einmitt þessa mynd af setti myndarinnar fyrir ekki svo löngu: