Douglas með æxli í hálsi – er bjartsýnn

Bandaríski kvikmyndaleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Michael Douglas hefur verið greindur með krabbameinsæxli í hálsi og þarf að gangast undir geisla- og lyfjameðferð.
Búist er við að meðferðin standi í átta vikur.
Douglas, sem er 65 ára gamall, segir að hann búist við að ná sér að fullu. Í yfirlýsingu sagði hann að hann væri mjög bjartsýnn.
Douglas vann Óskarinn fyrir myndina Wall Street, og í haust mun hann koma fram í framhaldi þeirrar myndar, Wall Street: Money Never Sleep.
Douglas mun leita sér lækninga utan Bandaríkjanna, en hann á hús á Bermúda þar sem hann dvelur langdvölum ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Catherine Zeta-Jones og tveimur börnum þeirra.