Diaz kyssir froska

Þessi gullkorn birtust fyrst í nóvemberhefti Mynda mánaðarins.

Ég lærði að sitja hest og fara á honum í gegnum lest á ferð, skjótandi úr tveimur byssum samtímis. Það er ekki víst að þetta gagnist mér í framtíðinni en þetta var allavega gaman.

Armie Hammer, um reynslu sína við
gerð The Lone Ranger.

Lone-Ranger-Trailer-the-lone-ranger-33531240-1920-800
Ég er ekkert fyrir íshokkí og því hef ég alltaf verið dálítið utangátta í Kanada.

Ryan Reynolds, sem er frá Kanada.

Maður gerir áhugaverðustu hlutina þegar maður tekst á við eitthvað sem
maður er hræddur við.

Ryan Gosling, um áskoranirnar.

Til að ná árangri í leiklist þá verður maður dálítið að gera eins og glæpamennirnir, brjóta reglurnar.

Nicolas Cage, um leiklist.

Ég elska froska og kyssi þá án kröfu um að þeir breytist í prinsa.

Cameron Diaz, um froska.

Ég elska að ferðast og er alltaf að ferðast. Þess vegna hef ég aldrei haft tíma fyrir börn.

Alan Rickman, sem á engin börn.

Ég vona að minnsta kosti að ég verði ekki orðin föst við göngugrind.

Emily Blunt, um hvernig hún verði þegar hún er orðin áttræð.

Það versta við alla þessa athygli er að þá þarf maður að gera hluti sem maður hefur engan áhuga á að gera, eins og til dæmis að ráða öryggisverði fyrir sig og fjölskylduna.

Peter Jackson, um athyglina.

Eitt af því góða við frægðina er að þeir koma aðeins fyrr til að laga hjá manni Internetið.

Sandra Bullock, um frægðina.

Hetjurnar mínar eru Dustin Hoffman, Bill Murray, Philip Seymour Hoffman og John C. Reilly. Það er ekki hægt að setja neinn þeirra í einhvern sérstakan flokk. Þeir eru bara góðir leikarar.

Jonah Hill, um uppáhaldsleikarana.

Fólk sendir mér biblíur. Ég held ég eigi núna 20 stykki. Líklega heldur þetta fólk að mig vanti leiðsögn.

Emma Watson, um það sem aðdáendur hennar gera.

Já, já, mér líður ágætlega í undirfötunum innan um fólk.

Rihanna, þegar hún var spurð hvort henni þætti það ekkert mál að koma fáklædd fram.

Pabbi hvatti okkur bræðurna til að fara í skemmtanabransann. Honum fannst svo gaman í honum sjálfum.

Jeff Bridges, um föður sinn Lloyd Bridges.

Mér líður stundum kjánalega í viðtölum. Einn blaðamaður spurði mig einu sinni hvað mér fyndist að Kínverjar ættu að gera varðandi Tíbet. Hvað heldurðu eiginlega að ég viti
um það? Ég er leikari. Ég fæ handrit og línur og ég leik. Af hverju halda sumir að ég viti eitthvað um pólitík?

Brad Pitt, um viðtölin.

Eitt af því allra skemmtilegasta sem ég geri er að horfa á góða leikara leika. Þaðan fæ ég áhugann á að leika sjálfur.

John Malcovich, um það sem hvetur hann.