Tæknilega glataður

Þessi Gullkorn birtust fyrst í aprílhefti Mynda mánaðarins.

Ég er orðin svo vön því að synda með hákörlunum. Og þeir eru reyndar ekkert svo slæmir.

– Brie Larson, um lífið í Hollywood.

Ég tel mig vera jákvæða persónu en maður getur samt ekki alltaf verið brosandi og ekki alltaf í sínu besta skapi í öllum aðstæðum.

– Alicia Keys, um pressu kastljóssins.

jack blackÉg kann að búa til samloku með hnetusmjöri og marmelaði.

– Jack Black, um matreiðsluhæfileikana.

Maður veit aldrei hvernig myndin sem maður er að gera mun koma út. Maður veit auðvitað hvað maður er að reyna að gera en stór hluti þess hvernig til tekst er
byggður á algjörum tilviljunum.

– Wes Anderson.

Ég er svo heppin að fólk þekkir mig sjaldnast úti á götu og þeir sem halda að þeir kannist við mig muna ekki hvaðan.

– Carey Mulligan, um athyglina.

Eitt eftirminnilegasta augnablik ævi minnar var þegar ég var að leika í Mr. North árið 1987 og hitti John Huston sem framleiddi myndina. Þá kom þar að Lauren Bacall sem lék líka í myndinni og þau John og Lauren byrjuðu að tala um The African Queen og minnast um leið Humphreys Bogart. Fyrir mig, 24 ára gamlan, var þetta einstök töfrastund.

– Anthony Edwards.

Mér finnst hún frábær kvikmynd fyrir utan atriðin sem ég leik í.

– Judy Davis, að tala um Husbands and Wives eftir Woody Allen.

kate winsletLífið er meira en há kinnbein.

– Kate Winslet.

Ef við gerum mynd með þremur svörtum í aðalhlutverkum þá er hún kölluð „svört“ mynd. Ef við gerum mynd með þremur hvítum í aðalhlutverkunum þá er hún ekki kölluð „hvít“ mynd. Af hverju?

– Kevin Hart.

Þegar ég var um tvítugt þá fannst mér ég vera meira enskur en ástralskur og því flutti ég til
Englands. Eftir nokkra mánuði þar fannst mér ég vera meira ástralskur en enskur svo ég flutti aftur til baka.

– Hugo Weaving, sem á breska foreldra, er fæddur í Nígeríu en ólst að mestu leyti upp í Ástralíu.

Ef sagan er góð og persónan áhugaverð þá hef ég áhuga.

– John Boyega, um hlutverkaval.

Ég er alveg glataður tæknilega. Ég hef t.d. aldrei átt tölvu. Sem betur fer hef ég aldrei þurft tölvu og vonandi þarf ég aldrei tölvu.

– Ben Wishaw.

Captain America: Civil War verður frábær mynd, risastór mynd og þar fæ ég stuðninginn til að halda áfram á eigin vegum.

– Tom Holland, sem leikur Peter Parker/Spider-Man í Civil War og mun leika hann næstu árin.

Mig langar til að geta skrifað því þannig sé ég tækifæri til að skrifa mín eigin hlutverk. Þangað til verð ég alltaf bundin við að leika persónur sem aðrir skrifa.

– Linda Cardellini.

Ég trúi því að hverjar sem aðstæðurnar eru hverju sinni og hvernig sem mál eru vaxin þá geri maður allt betur ef maður gerir það með góðum skammti af húmor.

– Amy Poehler.

Ef það er til ís þá er allt annað í lagi. Mér finnst að allir ættu alltaf að hafa aðgang að ís. Minn uppáhaldsís er mintuís.

– Maya Rudolph.