Depp segir Gervais til syndanna

Ricky Gervais varð alræmdur fyrir nærgöngult og óvægið grín á Golden Globe hátíðinni 2010, og bætti um betur á hátíðinni 2011. Meðal þeirra sem fengu skot á sig var Johnny Depp – sem þá var á furðulegan hátt tilnefndur sem besti gamanleikari fyrir meðalmoðið The Tourist ásamt Alice in Wonderland.

Nýtt myndband er komið á netið þar sem Johnny Depp nær sér aldeilis niður á honum. Reyndar er þetta leikið, og líklega eru þeir Gervais mestu mátar. Myndbandið er úr þættinum Life’s Too Short, eftir þá Gervais og Stephen Merchant sem fundu upp á The Office og Extras. Þátturinn er í gervi-heimildarmyndaformi, og fylgir (leikinni útgáfu af) hinum dvergvaxna leikara Warwick Davis, og daglegu lífi hans í bransanum, með þeim Gervais og Merchant í aukahlutverkum. Hér er klippan skemmtilega:

Enginn gerir grín að Tim Allen á minni vakt. Finnst ykkur annars eins og Depp sé ennþá í Hunter S. Thompson karakternum úr The Rum Diary, og Fear and Loathing í Las Vegas?