Denis Leary ráðinn í Spiderman

Denis Leary, sem þekktur er úr sjónvarpsþáttunum Rescue Me, mun leika George Stacy, föður Gwen Stacy, sem leikin verður af Emma Stone, í nýju Spiderman myndinni. Gwen Stacy er kærasta köngulóarmannsins og Peter Parkers í myndinni.

Í teiknimyndasögunum þá deyr George, sem er lögregluforingi í New York, í slysi í bardaga milli Spideman og Doktor Octopus, sem verður þess valdandi að Gwen leggur fæð á Köngulóarmanninn í kjölfarið.
Ekki hefur þó verið sagt frá því hvernig hlutverkinu verður háttað í nýju myndinni.
Denis, sem talar fyrir Diego í Ice Age teiknimyndunum, sást síðast hasarmynd í The Secret Lives of Dentists árið 2002.