Del Toro talar um Pacific Rim

Leikstjórinn metnaðarfulli Guillermo del Toro hefur unnið nú í einhvern tíma að verkefni sem er ansi kært honum. Myndin heitir Pacific Rim og í hans eigin orðum, þá er afstaða del Toros til myndarinnar sú að hann „er í raun bara stór krakki að leika sér,“. Afstaða hans kemur frá því að myndin mun verða hálfgert ástarletur til aðdáenda „skrímslamynda“, helst þá þær sem Godzilla myndir SoHo skapaði, og er mikið pælt í því að hafa skala myndarinnar „gríðarstóran“. En del Toro vill samt alls ekki henda út góðri persónusköpun fyrir skala, hann ætlar að fá kökuna og éta hana líka eins og sagt er (ekki fitubrandari): „Við erum að reyna að skapa heim þar sem persónurnar eru raunverulegar og hvernig skrímsla-áras myndi hafa áhrif á okkur stjórnmálalega. Hvernig það hefði áhrif á landslagið ef svona verur myndu stíga úr hafinu í alvörunni,“.

Fyrir þá sem ekki vita, þá fjallar myndin um árás risavaxna skrímsla á byggðir manna árið 2012. Skrímslin stíga inn í þessa veröld í gegnum gátt sem myndast á hafsbotni og neyðast yfirvöldin til að senda út sveit af risastórum vélmennum sem kallast Jaegers.

Tilvitnunin hér fyrir ofan er tekin úr nýlegu viðtali við Wired tímaritið og gaf leikstjórinn þá góða uppfærslu á framgangi myndarinnar og nefndi m.a. aðalleikara myndarinnar. Tökur hefjast í Toronto í vikunni og mun leikarinn Ron Perlman aftur starfa með del Toro, ásamt fleirum: Idris Elba, Charlie Day og Charlie Hunnam. „Þetta er virkilega fallegt ljóð til skrímslamynda. Stór skrímsli á móti stórum vélmennum. Tuttuguogfimm-hæða vélmenni að berja líftóruna úr tuttuguogfimm-hæða skrímslum.“

Pacific Rim er væntanleg þann 12. júlí árið 2013.