Deathly Hallows plakat dettur inn

Fyrir örstuttu síðan var gefinn út trailer fyrir seinustu Harry Potter-myndina, sem verður gefin út í tveimur pörtum. Þetta virðist vera skemmtilegur tími fyrir Potter-fíkla því í dag var verið að gefa út smá teaser plakat fyrir þessa tröllvöxlu lokamynd.

Ég veit ekki með ykkur en ég fæ dálítinn hroll við að sjá þetta plakat og ég segi þetta sem unnandi fyrirbærisins. Það verður mjög súr tilfinning að stíga útaf seinustu myndinni og hugsa til þess að þetta sé allt komið á enda. Ég læt síðan teaser plakat fyrstu myndarinnar fylgja með. Takið eftir hvað þau eru miklar hliðstæður.

Deathly Hallows: Part 1 kemur núna í nóvember.

T.V.